is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34094

Titill: 
 • Í sporum annarra : innleiðing verkefnis í samfélagsgreinum í grunnskóla á Íslandi
 • Titill er á ensku In another‘s shoes : implementation of a project in social studies in compulsory schools in Iceland
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Meistaraverkefni þetta fjallar um rannsókn á innleiðingu verkefnisins Í sporum annarra: verkefni í samfélagsgreinum í grunnskóla á Íslandi. Ég samdi verkefnið á árunum 2015‒2016 og endurbætti það árið 2018 áður en ég kenndi það í fyrsta skipti. Rannsóknin fór fram í þriggja mánaða vettvangsnámi mínu haustið 2018, en rannsóknin sjálf stóð í tíu vikur. Verkefnið hefur það að markmiði að að nemendur geti sett sig í spor jafnaldra sinna í mismunandi löndum eða landsvæðum í heiminum. Undir lok verkefnisins eiga nemendur að geta leyst álitamál án þess að láta þjóðerni sitt lita afstöðu sína. Nemendur fara í rannsóknarleiðangur í gegnum land sem þeir fá úthlutað af handahófi. Þessi vegferð á sér stað með upplýsingaleit á netinu, lestri bóka og notkun forrita. Verkefnið byggir að miklu leyti á samþættingu samfélagsgreina. Í ritgerðinni er gerð grein fyrir fræðilegum bakgrunni verkefnisins og þeirri hugmyndafræði sem það er byggt á. Jafnframt er verkefnið og ferli þess útskýrt og gerð grein fyrir þeim gögnum sem aflað var í rannsókninni. Þá verða niðurstöður hennar kynntar. Ég hef ekki fundið heimildir sem sýna fram á að álíka verkefni hafi verið gefið út, en Í sporum annarra er þó byggt að nokkru á aðferðum sem svipar til söguaðferðarinnar (skosku aðferðarinnar) og landsnámsaðferðarinnar sem Herdís Egilsdóttir er höfundur að.
  Gögn rannsóknarinnar, sem fylgdi sniði starfendarannsóknar, voru dagbók, nemendakannanir og rýnihópaviðtöl í lok vettvangsnámsins. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að vel er hægt að nota verkefnið til kennslu í samfélagsgreinum, þó þörf sé á að endurskoða það með tilliti til orðalags spurninga, betri og virkari lýðræðislegra kennsluhátta og frekari tengingar við siðferðileg álitamál.
  Í ritgerðinni er að finna viðauka með gögnum sem nýtt voru við kennslu og mat á verkefninu. Viðaukana geta aðrir nýtt sér sem hafa áhuga á að prófa verkefnið.

 • Útdráttur er á ensku

  This thesis focuses on a study on the implementation of In another‘s shoes: project in social studies in compulsory schools in Iceland. I designed this project in 2015-2016 and improved it in 2018 before I taught it for the first time. The study was conducted in a school where I did my practife teaching in the fall of 2018, which took three months, but the study itself lasted ten weeks. In another‘s shoes is a project that was designed by me. The aim of the project is to enable students to be able to walk in the shoes of their peers in different countries or regions of the world. At the end of the project, students should be able to solve issues without having their nationality color their attitudes. Students will go on a research expedition through a country that they are randomly assigned. This journey takes place through websites, apps and textbooks. The project is largely based on the integration of social subjects. The theoretical background of the project and the philosophy on which the project is based are reviewed in the thesis. The project and its process are presented, as well as the data gathered in the study and its findings are submitted. I have not found any sources that show that a similar project has been developed, but it does in some ways resemble the Scottish method and the methods developed by the Icelandic teacher Herdís Egilsdóttir.
  The research data included a diary, students surveys, and focus group interviews which conducted at the end of the on-location study. The study's findings showed that the project can be used for teaching social studies although it needs to be revised in terms of the wording of questions, better and more effective democratic teaching practices, and with an improved link to ethical issues.
  At the end of the thesis you can find resources that were used for teaching and evaluating the project. The resources are free for others who are interested to try the project.

Tengd vefslóð: 
 • https://isporumannarra.weebly.com/
Samþykkt: 
 • 24.6.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/34094


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Karen Dögg Úlfarsdóttir Braun - Í sporum annarra - lokaskil.pdf1.66 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing - Í sporum annarra.pdf765.12 kBLokaðurYfirlýsingPDF