is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34095

Titill: 
  • Smiðjan - skapandi skólastarf í þróun : tilraun um kennsluhætti í grunnskóla
  • Titill er á ensku Smiðjan - a creative school development project : an experimentation of teaching methods in elementary school
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Smiðjan er heiti á þróunarverkefni við unglingadeild Langholtsskóla og snýr að vinnulagi þar sem samþættar eru nokkrar námsgreinar; íslenska, náttúrufræði og samfélagsgreinar auk viðfangsefna sem falla undir upplýsingatækni og stafræna miðlun. Þróunarverkefnið snýst um nýstárleg vinnubrögð af hálfu nemenda og kennara auk samspils upplýsingatækni og kennslufræðilegra hugmynda í námi, hugmynda á borð við verkefnamiðað nám, þemanám, þrautalausnanám, hönnunarmiðað nám og samvinnunám. Áhersla er lögð á samvinnu nemenda og kennara en að auki eru lykilhæfni, sem tilgreind er í aðalnámskrá, og sköpun, einn af grunnþáttum menntunar samkvæmt námskránni, höfð í fyrirrúmi í allri vinnu nemenda (Aðalnámskrá grunnskóla, 2011). Skólaþróunarverkefnið Smiðjan hefur víða vakið athygli fyrir framúrstefnulega nálgun í skólastarfi og er markmið þessa meistaraverkefnis að varpa ljósi á verkefnið, reynslu af verkefninu og þau fræði sem búa að baki. Meistara-verkefnið skiptist í greinargerð, þar sem fjallað er um Smiðjuna í Langholtsskóla í fræðilegu ljósi og stutta handbók fyrir stjórnendur, kennara, kennaranema og annað áhugafólk um skólaþróun, til birtingar undir heitinu Sprellifix – Smiðjan í skapandi skólastarfi. Þá hefur í tengslum verkefnið og samvinnu við félaga höfundar í Smiðjunni orðið til efnisvefur sem á að vera miðlægur grunnur upplýsinga um þróunarverkefnið og birta meðal annars námsefnið sem verður til á þess vegum.

  • Útdráttur er á ensku

    Smiðjan is the name of a school development project in Langholtsskóli, an elementary school in Reykjavík. The project attempts to create an fertile learning environment for both students and teachers, to apply project-based learning, thematic teaching, problem-based learning, design-based learning approaches and cooperative measure and collaborative work. Smiðjan is based upon integrated curriculum, bringing together the subject areas of Icelandic, natural- and social sciences among with information technology and digital media.The project also focuses on team-teaching and key competencies for students that the national curriculum (2011) outlines. Smiðjan was founded in 2016 and has from the outset recieved a lot of attention and recognition from practising teachers in Reykjavik and beyond. This master‘s thesis has been written to shed some light on this new and current school development project. It is divided in to two main parts: a report that focuses on the academic background of Smiðjan and a handbook that aims to share the experience of the teachers involved in the project aimed for school leaders, teachers and teacher students. A website, containing further information about the project, as well as lesson plans and other learning material, that the members of Smiðjan have been developing and producing, has also been established as a collective effort with some of the key participants involved in the development project.

Tengd vefslóð: 
Samþykkt: 
  • 24.6.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/34095


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaskil_Vor 2019_Oddur Ingi Guðmundsson.pdf1.19 MBOpinnGreinargerðPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_Oddur Ingi Guðmundsson.pdf119.72 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Sprellifix - Smiðjan í skapandi skólastarfi_Oddur Ingi Guðmundsson.pdf23.75 MBOpinnHandbókPDFSkoða/Opna