is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34096

Titill: 
  • Raddir nemenda : hvernig nýta má blandað nám til að gera nám nemendamiðaðra
  • Titill er á ensku Student’s voices : how to use blended learning to make education more student-centered
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Riterðin er starfendarannsókn sem höfundur gerði á eigin kennslu. Markmiðið með rannsókninni var að þróa vinnu mína með blandað nám (e. blended learning) með nemendum í söguáfanga í framhaldsskóla. Blandað nám þýðir að hluti námsins, sem áður fór fram í skólastofunni, var færður í rafheima og í kjölfarið var kennsluháttum breytt. Þátttakendur voru 31 nemandi á aldrinum 18 til 20 ára í söguáfanga á þriðja námsþrepi. Rannsóknin fór fram haustið 2017 í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ. Fyrirlestrar, sem áður fóru fram í skólastofunni, voru teknir upp og nemendur horfðu á þá annars staðar. Þetta var gert með það að markmiði að nýta tímana í skólastofunni í annað. Tíminn var svo nýttur í verkefnamiðað nám (e. project based learning) og samkomulagsnám (e. negotiating the curriculum). Þetta var gert til að valdefla nemendur. Ég stefndi að því að hlusta meira á raddir nemenda með því að nota umræðuþræði á Facebook og vera með skipulagt samtal í kennslustofunni. Ég var þó áfram með nokkra fyrirlestra í skólastofunni, sem gerir nálgunina frábrugðna nálgun þeirra sem aðhyllast vendikennslu (e. flipped classroom). Lagðir voru fyrir alla nemendur áfangans spurningalistar og viðtöl tekin við fjóra nemendur. Allt með það að markmiði að komast að því hvernig þeir upplifðu námið. Ég skráði reynslu mína í dagbók. Önnur gögn voru próf, verkefnalýsingar, matskvarðar og Facebook-umræða. Helstu niðurstöður sýndu að nemendur voru ánægðir með áfangann. Þeir horfðu á myndböndin og fannst þau hjálpa þeim að skilja efni áfangans betur. Nemendur voru ánægðir með samvinnuverkefni og að fá að ráða meira um efni og efnistök. Þeir voru ekki eins ánægðir með Facebook-umræðuna og töldu hana tímaeyðslu. Nemendur voru ánægðir með að fá tækifæri til að tjá sig í kennslustundum. Helsta niðurstaðan er að með því að nota blandað nám og senda hluta námsins út úr kennslustofunni, þá náði ég að auka vægi hæfni- og nemendamiðaðs náms í skólastofunni.

  • Útdráttur er á ensku

    The thesis describes an action research conducted by the author on his own teaching. The aim was to facilitate learning based on a competency- and student-based model. To achieve this, blended learning was used, which means part of the course that was previously conducted in the classroom was moved online and subsequently teaching methods were changed. The participants were 31 students aged 18 to 20 years taking a third-level course in History. The study was done in the fall of 2017 in the comprehensive secondary school in Garðabær. Lectures that were previously conducted in the classroom were recorded and students watched them at their convenience. The objective was to utilize the time in the classroom for project-based learning and negotiating the curriculum. This was done to empower the students. More effort was put into listening to the voices of the students by using a discussion forum on Facebook and having classroom conversations. I, however, continued to present some lectures in the classroom, making this approach different from what is known as the “flipped” classroom. Data collection consisted of surveys conducted with all the students and interviews with four students, all with the goal of ascertaining how they experienced their learning. I recorded my experience in a journal. Other data included examinations, project descriptions, traditional assessment, and Facebook discussions. The main findings were that students were happy with the course. They watched the videos and felt the videos helped them understand the subject matter better. Students were satisfied with the collaborative projects and liked having more control of course content. They were not as happy with the Facebook discussions and considered them time-consuming. Students were pleased to have the opportunity to express themselves during the lessons. The main conclusion is that using blended learning and moving part of the learning process out of the classroom can increase the weight of the competency and student-centered learning in the classroom.

Samþykkt: 
  • 24.6.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/34096


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Raddir nemenda.ppt.pdf2.22 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlýsing ritgerð.pdf155.01 kBLokaðurYfirlýsingPDF