is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34097

Titill: 
 • Útikennsla í 4. bekk grunnskóla : rýnt í eigið starf með samtölum við nemendur
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Flestir nemendur búa í nálægð við skólann sinn og finnst áhugavert að fá að tengja hluta náms síns við nærumhverfi sitt. Þannig getur nærumhverfi skóla orðið viðfangsefni og vettvangur frjós náms, en það krefst þjálfunar, bæði nemenda og kennara.
  Í þessari starfendarannsókn var sjónum beint að áskorunum og tækifærum kennara og nemenda í 4. bekk í útikennslu. Markmið þessa meistaraverkefnis var að rýna í eigið starf til að þróa útikennslu í 4. bekk grunnskóla með samtölum við nemendur. Rannsóknin byggði á þremur lotum, allt frá því að höfundur steig sín fyrstu skref með nemendum úti til þess að hafa slípuð útikennsluverkefni um notkun nærumhverfis í daglegu skólastarfi.
  Gögnin í þessari rannsókn voru þrenns konar. Í fyrsta lagi hugleiðingar kennara og vangaveltur sem skráðar voru eftir hvert einasta verkefni sem lagt var fyrir. Í öðru lagi punktar úr samtölum við nemendur eftir hvert verkefni og í þriðja lagi stefnuskjöl sem segja til um hvaða áherslur eigi að einkenna vinnu nemenda og nám.
  Helstu niðurstöður snúa annars vegar að lærdómi og upplifun kennarans og hins vegar nemendanna. Meginlærdómur kennarans sneri að tengingu hæfniviðmiða við námsmat, að finna út hvað eru góð verkefni og hvað ekki að mati nemenda og að vinna utan skólastofunnar krefst mikils undirbúnings og er tímafrekari en ætla má við fyrstu sýn. Þá fólst dýrmætt námsferli kennarans í að byrja óöruggur og óviss um hvernig væri best að bera sig að til þess að hafa skýra mynd af því hvað er mikilvægt og hvað ekki, hvað er gagnlegt og hvað síður og mikilvægi þess að eiga samtal við nemendur um viðfangsefni þeirra. Sjónarmið nemenda fólu í sér að útikennsla væri ekki skemmtileg þegar veður væri vont, þ.e. í rigningu og roki eða miklum kulda því þá væri erfitt að skrifa með berum höndum. Í öllum öðrum tilvikum fannst nemendum útiverkefnin áhugaverð og sinntu þeim vel. Niðurstöður leiddu einnig í ljós að verkefni sem fólu í sér tilraunir og/eða að safna gögnum í nærumhverfi skólans voru þau sem vöktu mestan áhuga og flestar spurningar. Hins vegar voru verkefni sem voru unnin úti en umhverfið var ekki lykilatriði þau sem síst vöktu forvitni og gleði nemenda.

 • Útdráttur er á ensku

  Most students live nearby their school and find it interesting to relate their studies to their local environment. In that way the local environment can be the content and the context of learning, but that requires training, for both students and teachers.
  In this action research the teachers and 4th grade students opportunities and challenges in outdoor eduaction were researched. The research included three phases, comprising the researchers first steps with his students in outdoor education through the final one where the teaching became well structured outdoor education projects about the children’s local environment.
  The data in this research are of three types. The first are the researcher‘s thoughts written in his diary after every class and every project. The second are the students‘ opinions based on the researcher note-taking on a separate sheet after a dialogue with students at the end of a outdoor education class. The third type of data were policy documents that present what should be emphasised in students‘ learning.
  The main results of this research focus both on the learning and the experiences of the teacher and of the students. The researcher’s primary learning in this research was related to the link between learning outcomes and assessment, realising which projects are good and which are not according to the students, and lastly realising that outdoor education demands clear structure and is usually more time consuming than assumed. The researcher gained valuable experience that involved the development from being insecure and uncertain in the field of outdoor education and what would be the best way forward, to having a clearer picture of what is important and what isn’t, what is useful and what is less useful and the crucial importance of having a dialogue with the students about their work. The students‘ point of view included that outdoor education was not enjoyable when the weather was bad, i.e. when it was raining, if it was windy or cold, because then it was hard to use writing tools with their bare hands. In other cases the students enjoyed themselves during the outdoor education and found the projects very interesting.
  Results also indicated that the projects that included hands-on activities or data collection in the local environment were the ones that students liked most and created most lively discussion when they came back to class. At the other hand, projects that were done outside and did not involve their surroundings, were the ones that least created further curiosity with students.

Samþykkt: 
 • 24.6.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/34097


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
doc01743220190524082348.pdf259.18 kBLokaðurYfirlýsingPDF
MEd-Olafur_Sigurdsson (ÓS220288).pdf514.02 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna