Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34098
Mikil umræða hefur verið í samfélaginu um kyn kennara og hvaða máli það getur skipt að hafa fjölbreytni í starfsstétt kennara með tilliti til kyns. Skólastjórar eru æðstu stjórnendur grunnskólanna og því þótti rannsakanda áhugavert að skoða hugmyndir þeirra um kyngervi kennara. Markmið rannsóknarinnar var því að kanna og greina hvort og hvernig hugmyndir skólastjóra í íslenskum grunnskólum um störf og eiginleika grunnskólakennara eru kynjaðar. Rannsóknaráherslan er femínisk en í slíkum rannsóknum er kyngervi gert hátt undir höfði.
Í rannsókninni voru tekin hálfopin viðtöl við átta skólastjóra á höfuðborgarsvæðinu, fjóra karla og fjórar konur. Allir þátttakendur rannsóknarinnar höfðu að minnsta kosti fimm ára starfsreynslu sem skólastjórnendur og meðalaldur þeirra var 56 ár. Skilyrði var að þátttakendur í rannsókninni störfuðu allir í grunnskólum með bekkjum frá 1. – 10. bekk. Gögnin voru greind með þemagreiningu Braun og Clarke (2013).
Við greiningu á gögnunum komu í ljós fjögur megin þemu, þau voru karlmennskan hefur tekið breytingum, nemendur þurfa fyrimyndir við hæfi, kennarastarfið leggst af meiri þunga á konur og lág laun kennara orsök fárra karlkennara. Niðurstöður gefa til kynna að skilningur skólastjóranna á hugtakinu karlmennska hefur breyst mikið á þeim árum sem þeir hafa starfað sem skólastjórnendur. Í dag þykir þeim ekki vera jafn mikill munur á milli karlmennsku og kvenleika og þeim þótti áður. Þrátt fyrir það komu fram þverstæður í svörum þátttakenda þar sem ákveðnir eiginleikar voru ætlaðir kvenkennurum umfram karlkennara. Þá sérstaklega að þær séu samviskusamari í starfi sínu heldur en karlkennarar, þar af leiðandi leggst starfið af meiri þunga á kvenkennara meðal annars vegna þess að þær eru líklegri til að taka að sér meiri verkefni sem tengjast umhyggju í starfi. Skólastjórarnir voru sammála um að fjölga þyrfti karlkennurum innan grunnskólans en forsendur fyrir því voru af ólíkum toga. Niðurstöður benda jafnframt á að skólastjórar telja að ein leið til þess að fjölga karlkennurum væri að auka jafnréttisfræðslu fyrir börn til að breyta viðhorfi þeirra til kvennastarfa.
Ég tel rannsóknina vera gott innlegg í umræðuna um jafnrétti innan kennarastéttarinnar og hvort kyn kennara skipti raunverulega máli innan grunnskólans. Rannsóknin varpar ljósi á hvernig kynjaðar hugmyndir móta sýn skólastjóra til grunnskólakennara.
The objective of the research was to examine principals’ in Icelandic elementary schools ideas on teachers’ gender, by studying and analyzing whether and how their ideas are gendered. The research illuminates how gendered ideas shape the visions of principals towards teachers. The research focus is feminine, where gender is emphasized.
Discussion around teachers‘ gender is dominant in our society and many arguments made around how important it can be to have diversity with regards to gender within the group of teachers. As the the top level managers in compulsory schools, principals were thought to be interesting candidates to be researched. In the research, eight school principals in the Reykjavík capital area were interviewed, there of four women and four men. The requirement was that the principals were acting principals in elementary schools with more than five year experience. The average age of the participants was 56 years. Thematic analyzes of Braun and Clarke (2013) was used to analyze the data.
When analyzing the data, four main themes emerged. First was that ideas about masculinity had changed over the last several years. Second was that pupils need appropriate role models. Third was the teachers’ role is more burden for women. Forth was that low salaries cause fewer male teachers. The conclusions indicate that principals’ understanding of the
concept of masculinity has changed over the years in their role as principals. Today the principals do not think there is much difference between masculinity and femininity. Notwithstanding that, paradoxes could be found in the answers of the participants when certain qualities were deemed to be bound to female teachers over male teachers. In particular were female teachers claimed to be more conscientious than male teachers. The participants agreed to the importance of increase the proportion of male teachers within the compulsory school system, even though different prerequisites were put forth. The conclusions indicate that principals claim that one sufficient way to increase male teachers is to intensify gender equality education for children with the aim of changing their attitude towards the teaching profession.
I believe the research is a good input in the discussions around equality within the teaching profession and to the concerns on the matters of teachers’ gender.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Kápan lokaskil.pdf | 1.08 MB | Lokaður til...01.10.2070 | Heildartexti | ||
Greinin LOKASKJAL.pdf | 631.68 kB | Lokaður til...01.10.2070 | Greinargerð | ||
yfirlýsing_Rosa_Bjork.pdf | 72.46 kB | Lokaður | Yfirlýsing |