Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/34099
Markmið þessarar rannsóknar var að kanna viðhorf nemenda, foreldra, kennara og stjórnenda Blönduskóla til heimanáms og gera tillögu að heimanámsstefnu fyrir skólann. Skoðaðar voru fyrri rannsóknir og fræðigreinar með það að markmiði að setja fram rök með og á móti heimanámi og meta þýðingu þess. Gerð var rannsókn sem byggð var bæði á eigindlegum og megindlegum aðferðum og kannanir voru gerðar í skólanum með það að markmiði að svara rannsóknarspurningunum: Hver eru viðhorf nemenda, foreldra, kennara og stjórnenda Blönduskóla til heimanáms? Hvað má ráða af rannsóknum, lögum, reglugerðum og námskrám um þýðingu heimanáms fyrir grunnskólabörn? Er unnt að nýta niðurstöður við mótun heimanámsstefnu fyrir skólann?
Gögnum var safnað í febrúar og mars 2019 með þeim hætti að spurningakannanir voru lagðar fyrir nemendur, foreldra og kennara. Kennarar voru boðaðir í rýnihópaviðtal og tekið var viðtal við stjórnendur skólans.
Niðurstöður könnunar meðal nemenda voru þær að flestum finnst heimanámið í meðallagi áhugavert. Vinsældir heimanáms minnka eftir því sem nemendur verða eldri. Stúlkum á yngsta- og miðstigi finnst heimanám skemmtilegra en drengjum en stúlkum á unglingastigi finnst heimanám leiðinlegra en drengjum. Um helmingi nemenda skólans finnst umfang heimanám skólans hæfilegt, drengjum finnst oftar að heimanám sé of mikið en stúlkum. Nemendur skólans verja að jafnaði minna en 20 mínútum á dag í heimanám. Flestir nemendur fá aðstoð frá foreldrum við heimanámið og yfir helmingur nemenda nýtir sér ekki heimanámstíma skólans.
Foreldrar telja að barn sitt noti minna en 20 mínútur á dag að jafnaði til að sinna heimanámi. Langflestir foreldrar í könnuninni aðstoða barn sitt við heimanám. Áhugavert er að sjá að 96% foreldra sem svara könnuninni telja að heimanám bæti námsárangur.
Kennurum skólans finnst heimanám skipta miklu máli, þá sérstaklega lestrarþjálfun. Helmingur kennara hefur ánægju af því að vinna með heimanám en hinn helmingurinn hlutlaus. Einnig telja þeir að heimanámið sé mikilvægur tengiliður foreldra við skólastarfið sem þeir telja einnig að hafi lítil samskipti vegna heimanáms við skólann. Áhugaverð er sú skoðun kennara að foreldrar taki ekki nægilega ábyrgð á lestrarþjálfun barna sinna og að erfitt sé að finna úrræði til að bregðast við því.
Stjórnendur skólans telja heimanám mikilvægt, sérstaklega lestrarþjálfun og að það hafi margvíslegt gildi. Þeir benda þó á að það geti stuðlað að ójöfnuði. Stjórnendur leggja áherslu á að til verði heimanámsstefna fyrir skólann.
Heimanám í skólastarfi þarf að vera sífelldri endurskoðun. Viðhorf viðmælenda voru eindregið á þann veg að heimanám hefði jákvæð áhrif á námsárangur og að lestrarþjálfun sé mikilvæg. Niðurstöður rannsóknarinnar voru notaðar til að setja fram tillögu að heimanámsstefnu fyrir skólann.
The goal of this study is to examine the views toward homework of students, teachers, parents and school administrators of Blönduskóli compulsory school, as well as sketching a proposal for the school’s homework policy. Previous studies on the topic and academic subjects were analyzed with the aim of identifying arguments for and against homework, and evaluate the consequences of each. A study was conducted in the school, based on both quantitative and qualitative methods, along with questionnaires, with the goal of answering the following research questions: What are the views of students, parents, teachers and Blönduskóli administrators regarding homework? What do studies, laws, regulations and curricula say about the significance of homework for compulsory school students. Can the findings contribute to the shaping of homework policy for the school? Data were gathered in February and March 2019 by means of questionnaires that involved students, teachers and parents. School administrators were interviewed and teachers were invited to participate in focus groups interviews.
The findings of the questionnaires brought to light that most participants considered homework moderately interesting. The popularity of homework decreases with student age. Girls in the primary and middle grade levels find homework more interesting than boys do, whereas girls in the upper levels consider homework more tedious than boys. Around half of the students find the amount of assigned homework appropriate. Boys report more often than girls that the workload is too much. The school students spend an average of 20 minutes per day on homework. Most students receive assistance with homework from parents and over a half of students did not make use of homework assistance provided by the school.
Parents claim that their children spend less than 20 minutes on average on homework per day. A vast majority of parents who participated in the survey said that they assist their children with homework. It is interesting to note that 96% parents expressed that homework improved overall learning outcomes.
The teachers of the school stated that homework was important, particularly relating to reading and literacy. Half of teachers expressed that they enjoyed working with homework whereas the remaining half was neutral on the matter. Moreover, teachers stated that homework provided an important means for parents to engage with school activities, given that parents rarely expressed views concerning their children’s homework. It is interesting to note the teachers’ claim that parents´ assistance with their children’s literacy training was somewhat lacking, with limited resources available in addressing this issue.
The school administrators claimed that homework was important, especially reading and literacy, and that it had a diversity of positive applications. However, they also expressed that homework can lead to inequality. School administrators underlined the importance of implementing a consistent school homework policy.
Homework is an educational issue that requires constant revision. The participants unanimously expressed a positive outlook regarding the connection between homework and learning outcomes, and that literacy training is important. The findings of the study will be utilized to draft a proposal for the school’s homework policy.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Katrín Benediktsdóttir-M.Ed. 2019.pdf | 1,4 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16.pdf | 139,9 kB | Lokaður | Yfirlýsing |