Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/34102
Meginmarkmið verkefnisins er að leita svara við spurningunni: „Hvað geta kennarar gert til þess að mæta þörfum stærðfræðilega sterkra nemenda?“ Til þess að geta svarað spurningunni kannaði höfundur hver munurinn er á bráðgerum og duglegum nemendum. Einnig var skoðað hvað rannsóknir á námi stærðfræðilega sterkra nemenda sýna. Hvaða nemendur þetta eru, hvers konar kennslu þurfa þeir og hvað kennarar geta gert til þess að mæta þörfum þeirra. Rannsóknin er eigindleg en tekin voru viðtöl við stærðfræðikennara og athugað hvernig þeir eru að mæta þessum þörfum. Helstu niðurstöður verkefnisins voru þær að stærðfræðilega sterkir nemendur eru jafn ólíkir og þeir eru margir. Því er í raun engin ein kennsluaðferð sem virkar fyrir þennan nemendahóp. Hins vegar er margt sem virkar fyrir suma þeirra og þess virði að skoða eða prófa til að mæta stærðfræðilega sterkum nemendum. Eftir að höfundur hafði skoðað upplýsingar úr fræðilegum heimildum og borið saman svör viðmælenda útbjó höfundur upplýsingabækling með hugmyndum um það hvað kennarar geta gert til þess að koma til móts við þarfir stærðfræðilega sterkra nemenda. Höfundur telur mikilvægt að mæta þörfum þessa nemendahóps og telur að þessi upplýsingabæklingur eigi eftir að nýtast bæði sér og öðrum kennurum við að mæta þörfum stærðfræðilega sterkra nemenda. Niðurstöður gefa til kynna að mikilvægt sé að mæta þörfum þessa nemendahóps og að við eigum tilbúna áætlun til að koma til móts við hann líkt og til er fyrir þá nemendur sem ekki ná að fylgja jafnöldrum sínum.
The main goal of this assignment is to find a comprehensive answer to the question „What can teachers do to fulfill the needs of Mathematically able students?“. In order to answer the question we need to clarify the difference between precocious and gifted students. In the assignment we also look into the findings of researches on the education of students with mathematical skills – the demography, different types of teaching methods and what teachers can do to meet their educational needs. This assignment is a qualitative research and is, along with more comprehensive sources, based on interviews with math teachers where their efforts to meet such demands is examined. Along with the findings of these interviews, the author uses academic sources to create an information booklet with a list of different items and actions teachers can use to meet the demands of mathematically skillful students. The main findings of this assignment is that there is no typical mathematically skillful student and the teaching methods need to be considered carefully in each case. However, many methods are linked to positive development and are worth trying in order to fulfill their needs using the information booklet and checklist. The author considers it important to fulfill the academic needs of mathematically able students and is assured that the product of this assignment, the booklet and klist, will benefit teachers in their efforts to meet their needs. Furthermore, it is the authors assessment that there should be a pre-developed process for such students consistent with a comparable plan for students struggling to keep up with their peers.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Stærðfræðilega sterkir nemendur - Telma Ýr - Bæklingur.pdf | 881,2 kB | Lokaður til...22.06.2029 | Bæklingur | ||
Yfirlýsing - Telma Ýr.pdf | 310,78 kB | Lokaður | Yfirlýsing | ||
Stærðfræðilega sterkir nemendur - Telma Ýr - ritgerð.pdf | 1,14 MB | Lokaður til...22.06.2029 | Heildartexti |