is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/34103

Titill: 
  • Mikilvægi þess að fylgja þróun tækninnar í fata- og textílhönnun : Adobe Illustrator : kennslu- og verkefnahefti
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarinnar var að skoða stöðu náms og kennslu í teikniforritinu Adobe Illustrator í fata- og textílhönnun í framhaldsnámi og hvort og hvernig það nýtist starfandi hönnuðum hér á landi. Tölvuteikniforrit hafa verið þróuð til að gera fagfólki kleift að útfæra teikningar fyrir hönnun og framleiðslu fatnaðar á skýrari og betri hátt en áður var.
    Í rannsókninni var stuðst við blöndu af eigindlegri og megindlegri rannsóknaraðferð. Leitast var við að fá ákveðna svörun um ákveðið efni sem viðmælendur höfðu reynslu af innan skólasamfélagsins og atvinnulífsins. Markmiðið var að greina frá stöðu náms og kennslu í Adobe Illustrator og notkun þess innan atvinnulífsins. Rannsóknin var einnig hluti af þarfagreiningu á kennslu- og verkefnahefti í teikniforritinu Adobe Illustrator. Greining var gerð á innihaldi kennslu- og verkefnaheftisins með stuðningi erlendra fagbóka þar sem lítið er til af efni sem gefið hefur verið út á íslensku.
    Námsframboð í fata- og textílhönnun er takmarkað hér á landi en nokkuð margir starfa sem fatahönnuðir í atvinnulífinu. Valdir voru fimm skólar sem bjóða upp á fata- og textílhönnun á framhaldsstigi, fimm sviðs- eða fagstjórnendur fata- og textíldeilda sömu skóla og fimm sjálfstætt starfandi hönnuðir. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru að skólarnir telja að námið sé undirbúningur fyrir nám og/eða atvinnumarkað í greininni og að þekking á teikniforritum eigi að vera til staðar og að þörf sé á meiri kennslu og frekara námsefni. Hjá starfandi hönnuðum voru meirihlutinn sem nota teikniforrit í starfi sínu og allir voru þeir sammála um mikilvægi slíkrar kennslu í framhaldsnámi. Var það rökstutt með því að það væri nauðsynlegt til þess að geta starfað við greinina. Af þessu var ljóst að þörf var á kennslu- og verkefnahefti í teikniforriti eins og Adobe Illustrator.
    Með greinargerðinni fylgir tillaga að áfangalýsingu og hæfniviðmiðum fyrir grunnáfanga í Adobe Illustrator og drög að kennslu- og verkefnahefti. Það hefti inniheldur umfjöllun um sögu og virkni teikniforritsins og tillögur að hentugum grunnverkefnum fyrir nemendur og kennara.

  • Útdráttur er á ensku

    The goal of the study was to observe the status of education and teaching in the drawing program Adobe Illustrator in clothing and textile design in postgraduate studies in Iceland and whether and how it can be used by existing designers in Iceland. Computer aided design
    software has been developed to enable professionals to implement design drawings for the manufacture of clothing in a clearer and better way than before.
    The study used a combination of a qualitative and quantitative research methods. Efforts were made to get a specific response on a particular topic that the interviewees had experience within the school community and within the business community. The goal was to report on the status of education and teaching in Adobe Illustrator and its use within the business sector. The study was also part of an analysis of the need of tutorial and project booklet in Adobe Illustrator. An analysis was made of the contents of the tutorial and project booklet with the support of foreign professional books, where little is available of material that has been published in Icelandic.
    Programs in clothing and textile design are limited in this country, but many work as fashion designers in the business sector. Five schools that offer clothing and textile design in the advanced level and five professional administrators of clothing and textile departments within those schools were selected in addition to five self-employed designers.
    The main findings of the study are that the schools believe that their program is a preparation for advanced study and / or employment in the industry and that knowledge of computer aided design courses should be present and that more instruction and further study material is needed. The majority of the designers use drawing software in their work and they all agree on the importance of such education, and it was justified by the fact that it is necessary to be able to work within the business. From this it became clear that a tutorial and project booklet was needed in drawing programs such as Adobe Illustrator.
    The report includes a proposal for a course description and a proposal for a tutorial and project booklet covering the history and functionality of Adobe Illustrator's program and suggestions for suitable student and teacher basic assignments.

Samþykkt: 
  • 24.6.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/34103


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Elisabet_Inga_Kristofersdottir_MFK_greinagerð_.pdf1.19 MBOpinnGreinargerðPDFSkoða/Opna
Elisabet_Inga_kristofersdottir_Kennslu-og verkefnahefti.pdf2.89 MBOpinnKennsluheftiPDFSkoða/Opna
Elisabet_IK_yfirlysing.pdf30.87 kBLokaðurYfirlýsingPDF