is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34104

Titill: 
 • „Þegar búið er að tengja þá getur allt mögulegt gerst“ : innsýn í skólastarf Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu
 • Titill er á ensku „Anything can happen once connections have been made“ : an insight into a small upper secondary school in Iceland
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Litlir framhaldsskólar á landsbyggðinni hafa ekki fengið mikla athygli í rannsóknum hingað til. Í þessari ritgerð er sjónum beint að einum slíkum, Framhaldsskólanum í Austur- Skaftafellssýslu (FAS). Markmiðið er að varpa ljósi á hvernig FAS beitir tengslanetsmyndun um skemmri og lengri veg til að takast á við áskoranir og þróa þannig skólastarfið. Áhersla er lögð á áskoranir sem tengjast nýjum þörfum fyrir menntun á sviði ferðaþjónustu vegna fjölgunar ferðamanna í nágrenni skólans. Í því samhengi er fjallað sérstaklega um fjölþjóðlegt verkefni sem skólinn tekur þátt í sem kallast ADVENT og snýr að námi á þessu sviði.
  Um er að ræða tilviksrannsókn þar sem gögnum var safnað með vettvangsathugunum, viðtölum og greiningu fyrirliggjandi gagna. Fræðilegur bakgrunnur rannsóknarinnar er á sviði menningar-sögulegrar starfsemiskenningar, kenninga um samsett nám og kenninga um starfssamfélög.
  Niðurstöður leiddu í ljós að flestar þeirra áskorana sem FAS stendur frammi fyrir orsakast af staðsetningu hans í fámennu samfélagi á jaðarsvæði. Skólinn er í nánu sambandi við nærsamfélagið og leitast við að koma til móts við þarfir þess. Tengslanetsmyndun skólans hefur mikið gildi, til að mynda fyrir starfsþróun kennara, fjölbreytileika námsframboðs og mikilvægi skólans í víðara samhengi. Þessir starfshættir samræmast að talsverðu leyti hugmyndum um samsett nám og hafa reynst skólanum vel. Til að bregðast við þörfum fyrir nám á sviði ferðaþjónustu hefur skólinn þróað nám á fjallamennskubraut. Með því að beita greiningartólum sem byggja á menningar-sögulegri starfsemiskenningu var þróun þess greind. Greiningin leiddi meðal annars í ljós hvernig aðlögun námsins að framhaldsskólakerfinu kom í veg fyrir að mögulegt væri að sinna öllum þeim þörfum sem ætlunin var.
  Þær þarfir sem ekki hefur verið sinnt að fullu og eru efstar á baugi þessa stundina snúa að framboði á menntun fyrir starfsfólk í ferðaþjónustu. Til að takast á við þetta átti FAS frumkvæði að ADVENT verkefninu sem skólar, rannsóknastofnanir og fyrirtækjaklasar í þremur löndum taka þátt í. Fleiri aðilar en FAS vinna að því að mæta þessum þörfum og virðist mikil gróska vera í menntunartækifærum á sviði ferðaþjónustu þessa stundina. Til að þessi nýju tækifæri verði nýtt sem skyldi var þó ályktað að bæta þurfi umgjörð og regluverk um nám á þessu sviði til þess að ferðaþjónustufyrirtæki sjái hag sinn í að nýta þau.

 • Útdráttur er á ensku

  Little research has been done where the focus is mainly on small upper secondary schools in rural areas. In this thesis one such school is put in the spotlight, namely Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu (FAS), located in Southeast Iceland. The aim is to shed light on how FAS uses networking to face challenges and develop school practice. Challenges related to new needs for education in the field of tourism are emphasised, because of an upswing in the local tourism industry. In relation to that, focus is put on a project the school is a part of, called ADVENT and stands for Adventure tourism in vocational education and training.
  The research in question is a case study and data was collected using field studies, interviews and analysis of existing documents. The theoretical background of the research is based on cultural-historical activity theory, theories on hybrid education and theories on communities of practice.
  The findings showed that most of the challenges FAS is facing are due to the fact that the school is located in a sparsely populated community in a peripheral area. The school has good relations to the local community and seeks to fulfil its needs. Networking practice has various importance for FAS, for example in relation to teachers' professional development, education opportunities for students and the school's importance in a wider context. This kind of school practice is consistent with ideas about hybrid education and has been very useful for FAS. To meet the demand for education in the field of tourism, the school has developed a mountaineering program. Using tools based on cultural-historical activity theory, the evolution of the program was analysed. This revealed, among other things, how regulations of the upper secondary school system prevented that the program could fulfil all the needs it was supposed to fulfil in the beginning.
  The needs that have not been fulfilled and are prominent at this point are related to education opportunities for employees in the tourism industry. Trying to meet these needs, FAS initiated the ADVENT project where schools, research institutions and business centers in three countries work together. Other agents than FAS are also working on meeting these needs and education opportunities in the field of tourism currently seem to be thriving. For these new opportunities to be utilised, it was concluded that changes in the framework and regulation regarding education in the field of tourism were necessary if companies are to see benefit in using them.

Samþykkt: 
 • 24.6.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/34104


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
halldora_s_halldorsdottir_lokaverkefni.pdf1.91 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_halldora_s.pdf432.17 kBLokaðurYfirlýsingPDF