is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34105

Titill: 
 • Fjölskyldur geta verið alls konar : kennsluvefur í uppeldisfræði um ólík fjölskyldusnið
 • Titill er á ensku Families come in all shapes and sizes
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Kennsluvefur um ólík fjölskyldusnið, ætlaður nemendum og kennurum í samfélagsgreinum á framhaldsskólastigi, ásamt þeirri greinargerð sem hér er lögð fram, er 30 eininga lokaverk-efni til M.Ed.-prófs á námsleiðinni Menntun framhaldsskólakennara á Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Í greinargerðinni er rætt um stöðu og notkun kennslubóka og þær áherslur sem aðalnámskrá setur hvað þær varðar. Fjallað er um bakgrunn verkefnisins ásamt þeim hugmyndum og þeirri vinnu sem liggja að baki vefnum. Fjallað er um fræðilegt samhengi, markmið og tilgang vefgerðarinnar, efnisval og áherslur. Einnig er fjallað um valin verkefni í vefnum og þær kennsluaðferðir sem lagðar voru til grundvallar við útfærslur á þeim.
  Á kennsluvefnum er að finna fræðsluefni um fimm fjölskyldusnið. Þar er boðið upp á myndræn dæmi og tíu nemendaverkefni til nota í námi og kennslu. Vefurinn á að bjóða upp á hvetjandi námsumhverfi og framsækna náms- og kennsluhætti þar sem áhersla er lögð á að nemendur og kennarar nýti stafræn verkfæri og tæknimiðla um leið og fengist er við fjölbreytt fjölskyldusnið. Markmið og tilgangur vefgerðarinnar var að búa til vettvang til fróðleiks og náms, einkum fyrir framhaldsskólanemendur og kennara þeirra, en einnig aðra þá sem áhuga kunna að hafa á margbreytileika í fjölskyldusniðum. Í vefnum hefur upplýs-ingum um efnisþætti og hugtök sem tengjast fimm ólíkum fjölskyldusniðum verið safnað saman á einn stað. Hvað námsvinnu og verkefni snertir eru þekking á stafrænni tækni og möguleikar sem henni tengjast í lykilhlutverki.
  Vefurinn er byggður á hugmyndafræði um opið menntaefni (e. Open Educational Resources, OER) og er opinn öllum. Höfundur vonast til að hann geti nýst kennurum í framhaldsskóla og jafnvel efri bekkjum grunnskóla, þeim sem vilja leggja aukna áherslu á upplýsingatækni í kennslu um ólík fjölskyldusnið. Vefurinn ber heitið Fjölskyldur geta verið alls konar og hann er að finna á slóðinni http://www.fjolskyldurgetaveridallskonar.com.

 • Útdráttur er á ensku

  Families come in all shapes and sizes is an educational website in Icelandic about different types of family patterns. The following report and the website constitute a 30 ETCS final assignment towards a M.Ed. degree in the School of Education and study line Education of Secondary Shool Teachers at the University of Iceland. The report covers the status and use of the textbooks in this particular field and the emphasis set by the National Curriculum Guide regarding the subject. The report covers the project’s background along with the ideas and the work behind the web. Theoretical context, objectives and purpose of the web, content and emphasis are covered, including selected project assignments offered on the web and the teaching methods used as a basis for implementing them.
  Educational material about five different family patterns appears on the teaching web along with illustrative graphic examples and ten student project assignments, one illustration and two assignments for each pattern. The web offers an encouraging learning environment and relates various learning and teaching methods where students and teachers alike are encouraged to use digital tools and media when working with and analysing different family patterns. The main goal of the project is to create a venue for teachers, students and others interested in family patterns and the social context of upbringing. The web brings together different components and concepts related to different patterns of family ties and demonstrates how digital resources and digital tools can be applied to gain understanding and insights in that field of study.
  The website provides educational materials as Open Educational Resources (OER) available to all and the author´s hope is that the learning materials laid out there for everyone to use will be beneficial for teachers in secondary schools, as well as in compulsory classes at the lower-secondary school level, in particular teachers who want to make use of new technologies in their teaching about the family. The website Families come in all shapes and sizes can be found on the URL http://www.fjolskyldurgetaveridallskonar.com.

Samþykkt: 
 • 24.6.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/34105


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
skemman_yfirlysing_lokaverkefni_24.05.19.pdf738.2 kBLokaðurYfirlýsingPDF
MEd_johannamariathorvaldsdottir_lokaskil_.pdf2.37 MBOpinnGreinargerðPDFSkoða/Opna