is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/34106

Titill: 
  • Svigrúm tveggja skóla til nýrra leiða í iðn- og verknámi : eftir gildistöku laga um framhaldsskóla nr. 92/2008
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Ritgerðin segir frá rannsókn á tilraunum og viðleitni til nýbreytni á sviði iðn- og verknáms við tvo framhaldsskóla, Verkmenntaskólann á Akureyri (VMA) og Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV). Markmið rannsóknarinnar voru annars vegar að fá vitneskju um hvort og hvernig skólarnir hafa nýtt sér breytingar sem urðu á lögum um framhaldsskóla árið 2008 til að skapa sér sérstöðu með nýju eða breyttu námsframboði í iðn- og verkmenntagreinum. Hins vegar var markmið rannsóknarinnar að sjá hvernig skólarnir nýta sér markaðssetningu til að auka áhuga mögulegra nemenda á iðn- og verknámi.
    Rannsóknarspurning verkefnisins var:
    • Hvernig hefur VMA og FNV tekist að skapa sér sérstöðu með því að bjóða upp á nýjar leiðir, eða nýtt kennslufyrirkomulag, í iðn- og verkmenntagreinum?
    Einnig var leitað svara við tveim undirspurningum:
    • Hvaða hindrunum hafa skólarnir mætt?
    • Hvernig nýta þeir markaðssetningu til að fjölga nemendum í iðn- og verknámi?
    Til að svara rannsóknarspurningunum var notast við eigindlega aðferðafræði, einkum hálfopin viðtöl við skólameistara og kennara.
    Rannsóknin leiddi í ljós að þó að lög um framhaldsskóla (nr. 92/2008) segi skólunum að setja sér námsbrautaralýsingar, og þrátt fyrir að mikið sé talað um að auka þurfi iðn- og verknám, er erfitt og tekur langan tíma að koma nýjum iðn- og verknámsbrautum í gegnum kerfið og fá þær samþykktar af yfirvöldum.
    Báðir skólarnir hafa reynt að setja á fót nýjar verknámsbrautir en rekist á hindranir. Sumar þessara hindrana eru afleiðingar reglna og starfshátta sem voru í samræmi við eldri lög og passa illa við ákvæði laganna frá 2008 um að skólar eigi sjálfir að hafa vald yfir gerð námsbrautarlýsinga og bera ábyrgð á námsframboði sínu.

  • Útdráttur er á ensku

    This research investigated attempts and efforts two secondary schools, Verkmenntaskólinn á Akureyri (VMA) and Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra (FNV), made to create new vocational programs. The goal of this research was to highlight whether and how the two schools used the changes in Upper Secondary Education Act No. 92/2008 to enhance their status with new or changed offerings in vocational education. The purpose was also to see how the schools used marketing to increase students’ interest in apprentice and vocational training.
    The research question was:
    • How have VMA and FNV managed to enhance their status by offering new courses of study or new teaching techniques in vocational education?
    The research question had two sub questions:
    • What obstacles have FNV and VMA met?
    • How do the schools use marketing to increase the number of students in vocational programs?
    Data was gathered through qualitative methodology including semi-structured individual interviews, with principals and teachers, and analyzing available data, such as regulations.
    The findings demonstrated that even though The Upper Secondary Education Act No. 92/2008 tells schools to create their own programs of study and much is talked about increasing vocational education in Iceland, it is hard and takes a long time to establish new vocational study lines and get the required government approval. Both schools tried to create new
    vocational study lines, but obstacles were in their way. Some of these obstacles are consequences of regulations and practices in accordance with older legislation that do not fit with the act from 2008, that says the schools have the authority to create their own programs of study and are responsible for the course offering.

Samþykkt: 
  • 24.6.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/34106


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Svigrúm tveggja skóla til nýrra leiða í iðn- og verknámi..pdf629.02 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing um meðferð lokaverkefna..pdf442.58 kBLokaðurYfirlýsingPDF