Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/34109
Rannsóknarskýrslan byggir á fræðilegri umfjöllum um viðfangsefni viðburðastjórnunar og ungmenna. Tilgangurinn með verkefninu er að vekja athygli á mikilvægi virkrar þátttöku ungmenna í viðburðastjórnun á unglingsárunum, varpa ljósi á helstu verkefni sem ungmenni taka að sér og loks verða dregnir fram helstu þættir nýrrar reynslu, svo sem færni og þekking. Unnið var út frá eigindlegri rannsóknarhefð. Gögnum var aflað í gegnum viðtöl við fjóra einstaklinga sem voru virkir í viðburðastjórnun á unglingsárunum sínum. Í viðtölunum rifja viðmælendur upp liðna tíma unglingsáranna og skoða sína þátttöku í skipulagi og framkvæmd viðburða og reifa mögulegan ávinning með virkri þátttöku sinni í viðburðastjórnun. Í fræðilegum bakgrunni rannsóknarinnar eru helstu hugtök innan viðburðastjórnunar skilgreind ásamt því að varpa ljósi á þau hugtök sem beinast með einum eða öðrum hætti að ungmennum almennt. Viðfangsefni viðburðastjórnunar geta verið af ýmsu tagi og oftar en ekki þarf að takast á við fjölbreytt verkefni og krefjandi áskoranir. Það er því áhugavert að sjá hvað einstaklingar telja vera ávinning þess að taka virkan þátt í viðburðastjórnun á unglingsárunum. Í niðurstöðum rannsóknarinnar er hægt að greina að viðburðastjórnun á unglingsárum einkennist af reynslumiklu tímabili sem leiðir af sér nýja færni.
| Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
|---|---|---|---|---|---|
| BA_lokaverkefni_Alexía_Rut_H.pdf | 962,35 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
| yfirlýsing Alexía Rut.pdf | 420,71 kB | Lokaður | Yfirlýsing |