Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/3411
Í mars 2003 var skrifað undir samninga um orkusölu til álvers Alcoa á Reyðarfirði. Þar með var ákveðið að ráðast í stærstu framkvæmdir Íslandssögunnar með byggingu Kárahnjúkavirkjunar til orkuöflunar fyrir álver Alcoa. Markmið þessara framkvæmda var ekki síst að snúa við neikvæðri þróun íbúafjölda á Austurlandi. Hér er gert ráð fyrir að áhrifasvæði framkvæmdanna sé Fljótsdalshérað, Fljótsdalshreppur og Fjarðabyggð, þó að reiknað hafi verið með að áhrifa gætti víða s.s. á Seyðisfirði og Borgarfirði eystra. Lítillega verður skoðað hver áhrifin hafa verið til þessa á þessi jaðarsvæði en aðaláherslan verður lögð á skilgreint „áhrifasvæði“. Í þessari ritgerð verður leitast við að skoða stöðuna á þeim tímapunkti þegar öllum byggingaframkvæmdum er að ljúka og spá fyrir um hver líkleg þróun kann að verða næstu árin í ljósi stöðunnar í dag. Áhrifasvæði hefur verið skilgreint yfir öllu minna svæði en í skýrslum sem skrifaðar voru í aðdraganda framkvæmdanna en það er gert til að reyna að glöggva sig á beinum áhrifum á það svæði þar sem framkvæmdirnar eiga sér stað. Einnig er ástæðan sú að áhrifin á svokölluðum „jaðarsvæðum“ (Suðurfirðir, fyrir sunnan Stöðvarfjörð og Norð – Austurland, fyrir norðan Héraðsflóa) eru í raun engin, þessi svæði hafa ekkert orðið vör við hinar miklu framkvæmdir sem eiga sér stað á Mið – Austurlandi.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Thordur_Ingi_Gudmundsson_fixed.pdf | 619,12 kB | Opinn | Meginmál | Skoða/Opna |