is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/34110

Titill: 
  • Einn er einmana saman : einsemd/einmanaleiki ungmenna og reynsla af samfélagsmiðlum
  • Titill er á kínversku 一個人在一起孤獨
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð er lokaverkefni til BA-gráðu í tómstunda- og félagsmálafræði við Háskóla Íslands. Ritgerðin er byggð á fræðilegum heimildum. Höfundur verks hafði áhuga á að kanna hvort að einsemd og einmanaleiki sé orðið stórt vandamál meðal ungmenna. Jafnframt vildi ég kanna hvort finna mætti tengsl milli vaxandi notkunar á snjalltækjum og tölvum við stöðu mála á þessu sviði. Í almennri umræðu er gjarnan rætt um að hér sé um vaxandi vandamál að ræða. Merkja má auknar áhyggjur í samfélaginu af líðan fólks og athafnaleysi t.a.m. í umræðu um aukið álag. Enginn er samt að skilgreina við hvað er átt en allir virðast kannast við ástandið.
    Við sem erum að mennta okkur á þessu fræðasviði vinnum með fólki á öllum aldri en þó ekki síst ungt fólk. Ég tel mikilvægt að við reynum að greina strauma og stefnur í samfélaginu og undirbúa okkur þannig betur til að geta nýtt fræðin á vettvangi. Hér er því leitast við að kanna á fræðilegan hátt hver sé staða mála og hvað vísindarannsóknir um allan heim segja okkur um málið.
    Sviðsmynd barnauppeldis á Íslandi hefur gjörbreyst á nokkrum tugum ára. Fólk á öllum aldri nýtir nútíma tækni í samskiptum og landfræðileg staðsetning hefur lítil sem engin áhrif á þessi samskipti. Framundan eru enn frekari tækniframfarir og því mikilvægt að gera sér sem best grein fyrir hvort og þá hvernig þessi tækni hafi áhrif á líf fólks.
    Fjölmörg rannsóknarverkefni hafa verið unnin um áhrif snjalltækja og tengsl við líðan ungmenna. Almenn niðurstaða er á þá vegu að tenging sé á milli þessara þátta og að lengd skjátíma hafi þar mest áhrif. Niðurstöður sýna einnig að einsemd og einmanaleiki er staðreynd meðal íslenskra ungmenna og hjá hluta ungmenna sé um hreint vandamál að ræða sem nauðsynlegt sé að vinna með á markvissan hátt.

Samþykkt: 
  • 25.6.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/34110


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Einn er einmana saman..pdf623.26 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlýsing_Arnar_Freyr.pdf55.1 kBLokaðurYfirlýsingPDF