is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34116

Titill: 
  • „Litlu hlutirnir sem eru samt svo stórir“ : staða trans barna í kynjaskiptum hópíþróttum á Íslandi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í þessu verkefni verður ljósi varpað á stöðu trans barna í kynjaskiptum hópíþróttum á Íslandi. Barni sem finnst það ekki tilheyra þeim líkama eða því kyni sem því var úthlutað við fæðingu er trans. Barn sem upplifir sig í þessum sporum á langt ferli framundan. Á Íslandi er fjölbreytt framboð af hópíþróttum fyrir börn og iðkendum iðulega raðað í flokka eftir aldri og kyni. Í þessu verkefni verður kannað hvernig og/eða hvort íþróttafélög á Íslandi koma til móts við trans börn í þessum kynjaskipta heimi íþróttanna. Til að komast nær því að svara spurningum höfunda verður stuðst við jafnréttisstefnur og lög íþróttafélaga hér á landi. Út frá því verður athugað hvort eitthvað bendi til þess að trans börn fái aðstoð og stuðning við að iðka íþrótt í viðeigandi flokki. Það er í höndum foreldra/forráðamanna barns að skrá það í íþróttafélag. Sú skráning er bundin við kyn barnsins og verður hér kannað hver upplifun foreldra/forráðamanna er á því.

Samþykkt: 
  • 25.6.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/34116


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
„Litlu hlutirnir sem eru samt svo stórir“ Staða trans barna í kynjaskiptum hópíþróttum á Íslandi. Guðrún Ósk og Kolbrún Edda. Lokaskjal.pdf933.55 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlysing_kolbrun_og_gudrun_osk.pdf60.1 kBLokaðurYfirlýsingPDF