Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34117
Félagsmiðstöðvar skipa veiga mikinn sess í lífi margra unglinga á unglingsárunum. Það vakti athygli mína eftir að hafa starfað í félagsmiðstöð í Reykjavík að aðgengi fyrir hreyfihamlaða er misjafnt í félagsmiðstöðvum. Ástæða fyrir vali á þessu efni er að rannsakandi er hreyfihamlaður og hefur rekist á ákveðnar hindranir í starfi sem frístundaleiðbeinandi hjá Reykjavíkurborg. Hreyfihamlaðir hafa ekki eins mikil tækifæri á að stunda tómstundir þar sem margar tómstundir snúast um hreyfingu. Tómstundir á unglingsárunum eru mikilvægar til að efla félagsþroska og sjálfsmynd. Farið var í heimsókn í a.m.k. eina félagsmiðstöð frá hverri frístundamiðstöð Reykjavíkurborgar sem eru fimm talsins. Rannsakandi er í hjólastól og athugaði hversu langt hann kæmist í félagsmiðstöðinni áður en það kom hindrun. Hvort sem að sú hindrun var inni í félagsmiðstöðinni eða fyrir utan hana. Niðurstöður sýna að í sumum félagsmiðstöðvum voru engar hindranir fyrir hreyfihamlaða á meðan aðrar félagsmiðstöðvar voru með mjög lélegt aðgengi og ekki hægt að komast inn í þær hjálparlaust.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Geta hreyfihamlaðir unglingar sótt sína félagsmiðstöð út frá aðgengi? - Lokaksil - PDF.pdf | 1.47 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Gunnar_Haraldsson.pdf | 68.61 kB | Lokaður | Yfirlýsing |