is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34118

Titill: 
  • Helgi kennir Tómasi um tómstundir : barnabók sem forvörn gegn félagslegri einangrun barna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Helgi kennir Tómasi tómstundir er barnabók sem er ætluð til að fræða börn um áhættuþætti félagslegrar einangrunar. Með bókinni geta börn, jafnt sem fullorðnir, lært um mismunandi tómstundir og hver munurinn er á skipulögðum og óskipulögðum tómstundum. Verkefnið skiptist í tvo hluta, greinagerð og barnabók. Viðfangsefni þessarar greinagerðar eru margvíslegar, þar sem fjallað verður meðal annars um tómstundir, skipulagðar tómstundir, tómstundamenntun, félagslega einangrun, þunglyndi og barnabækur sem fræðsluefni. Skortur á tómstundaiðkun getur aukið líkur á að börn þrói með sér þunglyndi og kvíða og í þessari greinagerð verður rætt möguleikana á að sporna gegn slíkri þróun með aukinni tómstundaiðkun. Helgi kennir Tómasi tómstundir er fræðsluefni á myndrænu formi sem hefur það að markmiði að vera eins konar forvörn fyrir framtíðarheilsu barna. Vonin er jafnframt sú að bókin muni fræða börn um tómstundaiðkun og mikilvægi þess að stunda tómstundir. Í bókinni er að finna myndskreytingar og teikningar sem hafa þann tilgang að auðga texta bókarinnar og gæða hana lífi

Samþykkt: 
  • 25.6.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/34118


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hera Matt2019 ba.pdf949.05 kBOpinnGreinargerðPDFSkoða/Opna
helgi kennir tómasi um tómstundir pdf tilbúið.pdf2.57 MBOpinnBarnabókPDFSkoða/Opna
undiskrift.jpg1.83 MBLokaðurYfirlýsingJPG