Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/34119
Lokaverkefnið samanstendur af leiðarbókinni Núvitund í náttúrunni og fræðilegri greinagerð. Markmið bókarinnar er að auka áhuga ungs fólk á að verja tíma úti í náttúrunni. Í greinagerðinni er rökstutt hvers vegna það er samfélaginu mikilvægt að stuðla að útiveru ungs fólks og hvernig bók af þessu tagi getur haft áhrif á viðhorf og velferð einstaklinga. Rannsóknir sýna að dregið hefur úr útiveru fólks á öllum aldri síðastliðna áratugi, á sama tíma hefur jörðin orðið fyrir vaxandi spillingu af mannavöldum en tengslaskortur manna við náttúruna er talin rót umhverfisvandamála heimsins. Sífellt fleiri rannsóknir benda einnig á mikilvægi náttúrunnar hvað varðar lífeðlislega, tilfinningalega, sálfræðilega og andlega þætti. Núvitundariðkun úti í náttúrunni getur haft djúpstæð áhrif á viðhorf til náttúrunnar en rannsóknir benda á að með því að veita náttúrunni beina athygli styrkjum við tengsl okkar við hana. Leiðarbækur þar sem einstaklingar skrifa niður reynslu sína í gegnum ákveðið ferðalag með ígrundandi hætti geta, samkvæmt hugmyndafræði reynslunáms, verið mjög þroskandi og þýðingarmiklar. Þau fræði sem fjalla um að styrkja náttúrutengsl með því að veita náttúrunni aukna athygli og það að ígrunda upplifanir sínar og reynslu voru höfð að leiðarljósi þegar leiðarbókin Núvitund í náttúrunni var unnin. Talið er að bókin muni hafa hvetjandi og jákvæð áhrif á viðhorf ungs fólks til náttúrunnar.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Núvitund í Náttúrunni - Leiðarbók.pdf | 14,05 MB | Lokaður til...01.01.2025 | Leiðarbók | ||
Núvitund í Náttúrunni - Greinagerð.pdf | 579,89 kB | Opinn | Greinargerð | Skoða/Opna | |
Hrafnhildur_yfirlysing.pdf | 57,16 kB | Lokaður | Yfirlýsing |