is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34120

Titill: 
  • Hvaða úrræði telja ungmenni út á landi að ríkið og sveitarfélagið sem þau búa í ættu að bjóða upp á þegar kemur að frítíma eða tómstundum? : eru vímuefni að hafa áhrif á tómstundaiðkun ungmenna á landsbyggðinni?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Megin markmið ritgerðarinnar er að varpa ljósi á hvað það er sem hindrar ungmenni í að stunda tómstundastarf í þeirra sveitarfélagi. Í ritgerðinni er komið inn á helstu hugtök tómstunda- og félagsmálafræðinnar, eins og afþreyingu, frítíma, tómstundir og hreyfingu. Þar á meðal eru tómstundahindranir sem byggðar eru á líkani Crawford. Einnig er komið inn á fræðilega umfjöllun um áhættuþætti eins og vímuefni. Notast er við eigindlega rannsóknaraðferð, þar sem þátttakendur eru valdir með hentugleikaúrtaki. Rannsakendur fóru í viðtölin með það að leiðarljósi að hindranir væru tvennskonar. Annað hvort að vímuefni hafi áhrif á virkri þátttöku ungmenna í tómstundum eða að framboðtómstunda sé ekki nógu gott. Það er segja að úrvalið sé ekki nógu fjölbreytilegt. Tekin voru átta viðtöl í heildina, við fjóra stráka og fjórar stelpur. Þátttakendurnir sem var talað við komu úr tveimur misstórum sveitarfélögum, þar sem munur er á framboði tómstundastarfs. Von rannsakenda er sú að hægt verði að nota niðurstöður og lausnir þátttakenda til að efla tómstundastarf á landsbyggðinni. Rannsakendur vilja koma röddum ungmenna á framfæri, þau eru framtíðin.
    Lykilhugtök: Ungmenni, landsbyggðin, tómstundir, tómstundaiðkun, vímuefni og hindranir.

Samþykkt: 
  • 25.6.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/34120


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Eru vímuefni að hafa áhrif.pdf485.35 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Ragna_Jonsdottir.pdf56.3 kBLokaðurYfirlýsingPDF