Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34121
Umfjöllunarefni þessarar ritgerðar er kynlífsmenning framhaldsskólanema, áhrif vinahópa á unglings- og ungmennaárunum og hvert hlutverk fagfólks er við fræðslu um kynlíf og samskipti. Ritgerðin er 10 eininga lokaverkefni til BA gráðu í tómstunda- og félagsmálafræðum. Verkefnið er heimildaritgerð sem byggir á íslenskum og erlendum rannsóknum á þessum málefnum. Í kynlífsmenningu kemur fram hvaða hugmyndir unglingar hafa um kynlíf og hvernig svokallað kynlífshandrit hefur áhrif á samskipti og hegðunarmynstur. Klámvæðing hefur verið ríkjandi í samfélaginu á síðustu áratugum og í ritgerðinni er meðal annars skoðað áhrif klámáhorfs á kynlíf. Þá er gert grein fyrir kynfræðslu og kynjafræðikennslu á Íslandi og hvaðan unglingar og ungmenni fá upplýsingar um kynheilbrigði. Niðurstöður leiddu í ljós að unglingar og ungmenni vilja fá betri og fjölbreyttari fræðslu og er það á ábyrgð fagaðila að stíga fram og veita viðeigandi fræðslu með aðferðum eins og kennsluháttum sem einblína á óformlegt nám og gagnrýna hugsun. Einnig kom í ljós að unglingar eru vísir til þess að leita til jafningja sinna og vina sem og í klám til þess að fá ráð og upplýsingar um kynlíf. Líklegt má telja að það hafi áhrif á kynlífsmenninguna og orðræðuna sem skapast í framhaldsskólum landsins. Niðurstöður gefa tilefni til þess að staldra við og finna leiðir til þess að ná til ungs fólks í kennslu og fræðslu á þeim viðkvæmu málefnum sem kynfræðsla, kynjafræðsla og jafnréttisfræðsla kann að hafa í för með sér. Það verður þá að teljast mikilvægt að fagfólk sé tilbúið til þess að rugga bátnum og vera fyrirmyndir í jafnréttisbaráttu, þar sem það getur haft í för með sér jákvæðar breytingar í menningu og samfélagi.
Lykilorð: Unglingar, ungmenni, áhrif vinahópa, kynfræðsla, kynjafræði, óformlegt nám, klám, kynlífsmenning, kynhegðun unglinga, kynlífshandrit, samskipti, jafnrétti, gagnrýnin hugsun.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Kynlífsmenning í framhaldsskólum og áhrif vinahópa. Hvert er hlutverk fagaðila-3.pdf | 780.51 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_30.04.19-signed.pdf | 217.95 kB | Lokaður | Yfirlýsing |