is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34124

Titill: 
  • Einelti meðal eldri borgara : veruleiki eða vitleysa?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Rannsókn þessi er lokaverkefni til BA gráðu í tómstunda- og félagsmálafræði. Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða neikvæð samskipti eldri borgara á höfuðborgarsvæðinu frá sjónarhorni starfsfólks. Aðal áhersluatriði rannsóknar voru neikvæð samskipti og sú hegðun sem gæti flokkast undir einelti.
    Um er að ræða eigindlega viðtalsrannsókn þar sem tekin voru viðtöl við starfsfólk dvalar- og félagsheimila eldri borgara á höfuðborgarsvæðinu. Viðtölin veittu frekari innsýn í samskipti þeirra eldri borgara sem sækja reglulega í félagsstarf. Helsta markmiðið með þessari rannsókn er að sýna fram á að neikvæð hegðun og neikvæð samskipti eru ekki einungis vandamál sem yngri kynslóðir þurfa að glíma við. Höfundur telur að einelti megi finna hjá flestum aldurshópum samfélagsins. Lítið er til af heimildum um samskiptahegðun eldri borgara hér á landi og sér í lagi um einelti. Því má segja að í raun er rannsókn þessi tímamótaverkefni.

Samþykkt: 
  • 25.6.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/34124


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Einelti meðal eldri borgara.Kári.pdf447.12 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlýsing_Pétur_Kári.pdf47.99 kBLokaðurYfirlýsingPDF