is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/34125

Titill: 
  • Skólaforðun
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er fjallað um skólaforðun, orsakir, áhrif og helstu leiðir til lausna. Hugtakið skólaforðun felur í sér ýmsar birtingarmyndir fjarveru barna og unglinga frá skóla í lengri eða skemmri tíma. Skólaforðun lýsir sér á þann hátt að barn eða unglingur neitar að mæta í skólann og geta ástæður þess verið mjög fjölbreyttar, allt frá einstaklingsbundinum vanda yfir í samfélagsleg úrlausnarefni.
    Orsakir skólaforðunar geta verið margar. Þær geta verið einstaklingsbundnar og tengst lélegu sjálfsmati eða andlegum veikindum. Þær geta tengst skólaumhverfinu, s.s. einelti eða skipulagi skólans. Þær geta verið fjölskyldubundnar og tengst þáttum eins og skilnaði eða andlegum veikindum foreldra. Einnig getur samfélagið haft sín áhrif, t.a.m. hvað varðar þrýsting á einstaklinga að ná árangri.
    Afleiðingar skólaforðunar geta reynst alvarlegar til langs og skamms tíma. Augljósar afleiðingar eru versnandi námsstaða og almennir erfiðleikar í námi sem síðan hafa gjarnan keðjuverkandi áhrif. Versnandi námsárangur á grunnskólastigi getur valdið minna sjáfsmati og haft áhrif á frammistöðu í námi löngu eftir að grunnskóla lýkur. Til lengri tíma getur slæmur námsárangur haft áhrif á atvinnutækifæri og fjárhagsstöðu einstaklings.
    Starfsfólk skóla er venjulega fyrst til að greina skólaforðun, en mikilvægt er að vinna á breiðum grundvelli þegar gripið er í taumanna. Teymisvinna hefur reynst best og þverfaglegt samstarf fagaðila og fjölskyldu er nauðsynlegt eigi varanlegur árangur að nást.
    Rannsóknir sýna að allt að 2% barna á grunnskólastigi hér á landi og erlendis glíma við skólaforðun, þ.e. um 1000 íslensk börn og unglingar. Vandinn er alvarlegur. Rannsóknir hafa einnig sýnt að þekkingu fagaðila, bæði innan félagsþjónustunnar og skólakerfisins er ábótavant. Það er því áríðandi að taka vandann alvarlega, upplýsa og fræða bæði fagaðila og foreldra til að vinna saman að því að finna lausn vandans.

Samþykkt: 
  • 25.6.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/34125


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Skólaforðun-080519.pdf1,26 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Ragnar_yfirlýsing.pdf267,45 kBLokaðurYfirlýsingPDF