is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34126

Titill: 
  • Félagsleg einangrun aldraðra, leiðir til lausna : mikilvægi tómstunda á eldri árum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Þetta verkefni er lokaverkefni til B.A-gráðu í tómstunda- og félagsmálafræði við Háskóla Íslands. Félagsleg einangrun er gríðarlega alvarlegur hlutur sem oft kemur upp í umræðu þegar rætt er um málefni eldri borgara. Í þessu verkefni mun höfundur skoða þetta hugtak, ásamt fleiru, og leggja sitt af mörkum til þess að setja fram leiðir sem mögulega minnka félagslega einangrun aldraðra. Úrræði höfundar er ekki töfralausn en það er allavega það sem honum langar að verði gert til þess að sporna gegn félagslegri einangrun aldraðra. Fleiri úrræði þurfa að vera til staðar fyrir eldri borgarana okkar og þau úrræði sem til eru þurfa að vera þeim aðgengilegri. Höfundi langar að minnka félagslega einangrun og þunglyndi eldri borgara og hann telur að afurðin sín sé svarið. Afurðin er félagsmiðstöð sem einblínir á 67 ára og eldri því sá hópur er að hætta í vinnu og þarf eitthvað til þess að fylla upp í daginn sinn. Það er erfiðara en að segja það að hætta að vinna eftir margra ára starfsferil og hafa svo nánast ekkert fyrir stafni á daginn. Félagsmiðstöðin mín hefur það að markmiði að sporna gegn félagslegri einangrun, stuðla að farsælu lífi og gefa þeim sem komnir eru á sín efri ár vettvang til þess að vera skapandi og sýna frumkvæði. Einnig verður þetta staður sem er þeim alltaf opin þegar á reynir.

Samþykkt: 
  • 25.6.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/34126


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Félagsleg einangrun aldraðra, leiðir til lausna. Sigrún Ása.pdf511.96 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
sigrun_asa.pdf57.02 kBLokaðurYfirlýsingPDF