is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34133

Titill: 
  • Kolvetnaneysla íþróttafólks : mikilvægi kolvetnaneyslu við íþróttaiðkun
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Líkamsrækt og íþróttir eru vinsælar um allan heim og stunda margir einstaklingar slíka þjálfun. Fyrir, á meðan og eftir æfingu er mikilvægt að nærast vel og því skiptir mataræðið gríðarlega miklu máli í tengslum við hreyfingu. Kolvetni er mikilvægt orkefni og þá sérstaklega nauðsynlegt fyrir einstaklinga sem stunda reglulega hreyfingu. Ritgerðin er heimildaritgerð og skoðaðar eru rannsóknir um kolvetnaneyslu og íþróttaiðkun. Ásamt því að skoðaðar eru mismunandi vísindagreinar um kolvetni og mikilvægi þeirra í mataræði. Mikilvægi kolvetnaneyslu fyrir íþróttafólk var skoðað og voru helsu niðurstöðurnar þær að kolvetni eru mikilvæg fyrir þá sem stunda íþróttir. Ráðlagt er að Íþróttafólk neyti meira magn kolvetna en almenningur til þess að uppfylla orkuþörf sína yfir æfingar og/eða keppni. Með aukinni kolvetnaneyslu getur íþróttafólk bætt árangur sinn. Mikilvægt er að íþróttafólk geri sér grein fyrir mikilvægi kolvetnaneyslu í íþróttum. Þó svo að íþróttafólk telji sig hafa þekkingu á góðu mataræði, er gott að hafa ráðleggingar til hliðsjónar sem auðveldar þeim að fara eftir þeim.

Samþykkt: 
  • 25.6.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/34133


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Kolvetnaneysla íþróttafólks.pdf407.11 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_Guðfinna_GP.pdf220.01 kBLokaðurYfirlýsingPDF