is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34136

Titill: 
  • Áhrif íþróttameiðsla á andlega heilsu og brottfalll ungra íþróttamanna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Mörg ungmenni sem stunda íþróttir lenda í því að meiðast. Meiðslin geta valdið líkamlegum og andlegum skaða sem getur síðar haft áhrif á brottfall íþróttamanna. Þar sem að hreyfing er mikilvæg forvörn á ýmsum lífstílssjúkdómum og að hreyfingarleysi er eitt af stærstu heilsufarsvandamálum 21. aldarinnar eykur það mikilvægi rannsókna á brottfalli ungmenna úr íþróttum. Þar spila íþróttameiðsli stórt hlutverk. Með því að kanna ástæður á bak við íþróttameiðsli, áhrif þeirra á andlega heilsu íþróttamanna og þá þætti sem hafa áhrif á brottfall íþróttamanna er hægt að stuðla að almennilegum fyrirbyggjandi aðgerðum og meðferðum. Því er markmið þessarar ritgerðar að kanna áhrif íþróttameiðsla á andlega heilsu og brottfall ungra íþróttamanna. Öflun gagna við heimildaleit fór fram í gagnasöfnum Pubmed og Google Scholar. Niðurstöður heimildaleita sýndu að íþróttameiðsli geta haft töluverð áhrif á andlega heilsu íþróttamanna sem og brottfall. Íþróttamenn sýndu vandráðin viðbrögð líkt og þunglyndi, vonleysi, reiði og kvíða. Ýmsir þættir höfðu áhrif á brottfall íþróttamanna líkt og skortur á stuðningi og hvatningu, hræðsla gegn endurupptöku meiðsla og að standa ekki undir væntingum. Þó að fyrirbyggjandi aðgerðir hafa þróast með árunum er alltaf hægt að gera betur. Til að sporna við vandráðin viðbrögð og brottfalli íþróttamanna er þörf á fleiri fyrirbyggjandi aðgerðum, íþróttafélög geta stofnað vefgátt til þess að fylgjast með líkamlegu og andlegu ástandi íþróttamanna. Þar að auki geta þau veitt aðstandendum ítarlegan leiðarvísi um hvernig skal aðstoða íþróttamenn sem glíma við meiðsli.
    Lykilhugtök: Íþróttameiðsli, andleg heilsa, vandráðin viðbrögð, brottfall.

Samþykkt: 
  • 25.6.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/34136


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BSc Lokaritgerð.pdf530.62 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf141.83 kBLokaðurYfirlýsingPDF