is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34139

Titill: 
  • Hlutverk kolvetna og fitu í mataræði þolíþróttafólks : áhrif lágkolvetnamataræðis á frammistöðu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi er unnin sem lokaverkefni til BS gráðu í Íþrótta- og heilsufræði við Háskóla Íslands. Gögn við skrif þessarar ritgerðar voru fundin með leitarvélum Pubmed og Google Scholar. Í þessari ritgerð er skoðað hvernig mataræði getur haft áhrif á frammistöðu þolíþróttafólks með áherslu á tvö aðal orkuefni líkamans, kolvetni og fitu. Byrjað er á að kynna hvað kolvetni og fita er og mismunandi tegundir þeirra. Skoðaðar eru næringaráðleggingar fyrir almenning, hversu mikið og hvernig kolvetni og fitu almenningi er ráðlagt að velja. Farið verður yfir ráðleggingar íþróttafólks almennt og svo verður farið sérstaklega í kolvetni og fitu fyrir þolíþróttafólk. Einnig eru skoðuð hlutföll orkuefnanna sem notuð eru við þjálfun. Athugað er hvort lágkolvetnamataræði geti í einhverjum tilfellum gagnast þolíþróttafólki og hvort slíkt mataræði geti aukið árangur. Lágkolvetnamataræði og einnig öfgafulla útgáfan af lágkolvetnamataræði sem kallast Ketó, er skoðað. Niðurstöður sýna að slíkt mataræði geti gagnast ákveðnum einstaklingum á einhvern hátt. En þó vísindin bendi til mögulegs ávinnings er erfitt að yfir færa vísindin yfir í raunverulegar aðstæður íþróttafólks og ekki víst að íþróttafólk hagnist á slíku mataræði í tengslum við árangur á mótum.

Samþykkt: 
  • 25.6.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/34139


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
SignyPalsdottir.pdf273.08 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Untitled.pdf183.78 kBLokaðurYfirlýsingPDF