is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34141

Titill: 
 • „Allur matur á að fara...“ : matarsóun nemenda í 5. bekk
 • Titill er á ensku „All foods are supposed to go...” : students' food waste in grade 5
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Rannsóknir hafa sýnt að þriðjungur þeirra matvæla sem framleidd eru í heiminum í dag tapast eða er sóað á öllum stigum virðiskeðjunnar og það magn matvæla sem er framleitt myndi duga til að brauðfæða alla jarðarbúa. Í iðnríkjunum er langmesta sóunin hjá neytendum og hafa rannsóknir sýnt að mikil sóun á sér stað bæði á heimilum sem og stofnunum. Matvælaframleiðsla hefur áhrif á losun gróðurhúsalofttegunda og stór landsvæði hafa verið tekin undir ræktun. Við sóun matvæla þá er einnig orku, vatni og landssvæði sóað ásamt því að fjárhagslegt tap er mikið. Betri nýting matvæla dregur úr þessum áhrifum ásamt því að draga úr eða jafnvel útrýma hungursneyð á jörðinni. Markmið þessarar ritgerðar er að skoða matarsóun, hve miklu magni og hvaða fæðuflokkum nemendur í 5. bekk leifðu eftir hádegismatinn í skólanum. Ritgerð þessi byggir á gögnum úr stærri rannsókn sem ber nafnið ProMeal (e. Prospects for promoting health and performance by school meals in Nordic countries): Skólamáltíðir á Norðurlöndum- heilsuefling, frammistaða og hegðun grunnskólanemenda og er hluti af doktorsverkefni leiðbeinandans Ragnheiðar Júníusdóttur. Þátttakendur voru 224 tíu ára nemendur úr sex grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu og fór rannsóknin fram skólaárið 2013 til 2014. Niðurstöður sýndu að nemendur sóuðu að meðaltali 272 grömmum af matvælum á fimm daga tímabili. Mesta sóunin var í fæðuflokkunum kornmeti, grænmeti og ávöxtum. Rannsóknir sýna að þegar nemendur eru meðvitaðir og fá fræðslu um matarsóun þá dregur úr henni. Einnig hefur komið í ljós að þegar nemendur fá að skammta sér sjálfir á diskana þá fer mun minna magn af matvælum í ruslið. Það er von höfundar að þessi ritgerð verði til þess að auka umræðuna um matarsóun og áhrif hennar.

 • Recent research indicates that roughly a third of all food produced globally goes to waste or is wasted on all stages of the food value chain. It has also been found that the daily production of food is enough to feed all earthly inhabitants. Within industrialized countries
  consumers waste is proportionally largest and comes from both homes and institutions. Other major concerns are how food production affects the emission of greenhouse gases and how large areas of land are used for food production. Food waste is known to occur simultaneously with energy, water and land waste which results in substantial financial loss. Obviously, there needs to be better utilization of food to reduce these effects and eliminate world hunger. This paper aims to address these basic issues that surround food waste. Also, this paper looks at the issue of food waste through an Icelandic study from 2013–2014 which
  measured the amount of food wasted by fifth grade elementary school students. The study measured both the amount of food that was disposed of by the students and also identified the most common food groups thrown away. This paper builds on a larger study that is entitled Pro meal (Prospects for promoting health and performance by school meals in
  Nordic countries): School Meals in Nordic Countries, Health Promotion, and Behavior of Elementary School Children. This study was a part of a doctorial study conducted by this paper’s advisor, Ragnheiður Júníusdóttir. The participants in the study were 224 ten-year-old
  students from 6 elementary schools in the Reykjavik area. The results indicated that the average student threw away 272 grams of food within a five-day period. Also, it was found that the students had a greater tendency to throw out fruit, grain foods and vegetables as compared to other food groups. The results support that education about food waste
  reduces the student’s behavior of wasting food. It was also found that the students who were allowed to put food on their own plates tended to have less waste than those who were not allowed to do so. It is the hope of the author of this paper to increase awareness about food waste and its effects.

Samþykkt: 
 • 25.6.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/34141


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
M.Ed. verkefni Bryndísar Maríu Olsen.pdf1.36 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf176.39 kBLokaðurYfirlýsingPDF