is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34143

Titill: 
 • Áhrif holdafars og líkamlegs atgervis á getuskiptingu hjá 12-13 ára stúlkum í knattspyrnu
 • Titill er á ensku Influence of anthropometric and physiological characteristics on ability grouping of 12-13 years old girls in football
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Í íslenskri knattspyrnu er getuskipting algeng í yngri flokkum og þjálfarar velja hæfileikaríka leikmenn saman í hópa fyrir æfingar og leiki. Markmið rannsóknarinnar er að athuga tengsl holdafars, líkamlegs atgervis og fæðingardags hjá 12 – 13 ára stúlkum við getuskiptingu þjálfara.
  Fyrri rannsóknir á drengjum hafa sýnt fram á að holdafar, líkamlegt atgervi og fæðingardagur hafi áhrif á getuskiptingu þjálfara en mikill skortur er á rannsóknum á stúlkum. Þátttakendur (n=65) voru flokkaðir í fjóra getuskipta styrkleikaflokka frá 1 (hæsta getustig) – 4 (minnsta getustig) ásamt því var holdafar (hæð og þyngd) og líkamlegt atgervi mælt með ýmsum prófum (hraði, stefnubreytingar, stökkkraftur, loftháð þol og skotkraftur).
  Niðurstöður úr einhliða dreifigreiningu sýndu engan marktækan mun á holdafari og getuskiptum styrkleikaflokkum. Styrkleikaflokkur 1 mældist með marktækt (p  0,01) betri árangur í hraða (10 metra og 30 metra), skotkrafti og í Yo-Yo IE2 loftháðu hlaupaprófi en aðrir hópar. Styrkleikaflokkur 1 var með betri árangur en styrkleikaflokkur 4 í öllum mælingum á líkamlegu atgervi. Samkvæmt línulegri aðhvarfsgreingu er hægt að skýra tæp 73% (R2 0,727 (F(6,36) = 15,97, p=0.00) af liðsvalinu með mælingum á líkamlegu atgervi. Ekki fannst marktækur munur á fæðingardegi þátttakenda út frá getuskiptingu.
  Líkamlegt atgervi þátttakenda fór versnandi frá styrkleikaflokki 1 niður í styrkleikaflokk 4. Betra líkamlegt atgervi eykur möguleika leikmanns mikið á því að verða valinn í lið af hærri styrkleika. Að sama skapi er leikmaður sem mælist með lélegt líkamlegt atgervi búinn að takmarka framtíðarmöguleika sína í knattspyrnu. Út frá niðurstöðum rannsóknarinnar setur höfundur fram þá hugmynd að getuskipting sé mögulegur áhrifavaldur á þann mikla mun sem er á líkamlegu atgervi milli styrkleikaflokka.

 • Útdráttur er á ensku

  Ability grouping is popular in the Icelandic youth system in football and coaches picks out and group together talented players for games and training sessions. The aim of this research is to observe the influence of anthropometric and physiological characteristics on ability grouping of 12 – 13 years old girls in football.
  Earlier researches on boys have showed that anthropometric and physiological characteristics along with the relative age affect do influence how players are dived in to ability groups. There is lack of research on the issue in girls’ football. Participants (n=65) were divided into four ability groups ranked from 1 (highest quality) to 4 (lowest quality). Anthropometric (height and weight) and physiological (speed, change of directions, vertical jump height, aerobic endurance and shooting speed) characteristics were measured.
  Results from one-way anova showed no significant difference between anthropometric values and ability grouping. Ability group 1 showed significant (p  0,01) better result in linear speed (10 meters and 30 meters sprint), shooting speed and aerobic endurance (Yo-Yo IE2 test) than other ability groups. Ability group 1 showed significant (p  0,01) better result than ability group 4 in every measurement of physiological characteristics. According to linear regression it is possible to predict 73% (R2 0,727 (F(6,36) = 15,97, p=0.00) of the ability grouping only from the measurement of physiological characteristics (10 meter, 30 meter, Illinois agility test, Yo-Yo IE2 and shooting speed). There was no relative age effect in the ability grouping of participants.
  Physiological characteristics of participants decline from ability group 1 with every ability group until reaching ability group 4. Players with better physiological characteristics increases their possibility of being selected for a team of higher quality. At the same time players lacking physiological characteristics limits their future possibilities in football. The researcher assumes that ability grouping may influence the large gap that appears in physiological condition among players between different ability groups.

Samþykkt: 
 • 25.6.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/34143


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Áhrif holdafars og líkamlegs atgervis á getuskiptingu hjá 12 - 13 ára stúlkum í knattspyrnu.pdf1.13 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16.pdf163.63 kBLokaðurYfirlýsingPDF