Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34144
Eldri borgarar er sá hópur sem reiðir sig hvað mest á stuðning heilbrigðis- og velferðarþjónustu í samfélaginu. Góð hreyfigeta á efri árum getur haft jákvæð áhrif á lífsgæði fólks og sjálfstæði. Slök hreyfigeta getur aftur á móti skert athafnir daglegs lífs og dregið úr lífsgæðum og sjálfstæði. Markmið þessarar rannsóknar var að skoða áhrif sex mánaða þjálfunaríhlutunar og heilsutengdrar ráðgjafar um næringu og tengda heilsufarsþætti á líkamssamsetningu, hreyfigetu og efnaskiptavillu eldri borgara í sveitarfélagi á Suðvesturlandi.
Rannsóknarsnið var hentugleikaúrtak eldri borgara (n = 193), 65 karla og 128 kvenna, á aldrinum 65–95 ára. Þjálfunaríhlutunin innihélt daglega þolþjálfun og styrktarþjálfun tvo daga vikunnar. Við upphaf rannsóknarverkefnis voru framkvæmdar mælingar á líkamssamsetningu, hreyfifærni, vöðvastyrk, þoli og tengdum heilsufarsbreytum til að meta heilsufarsstöðu þátttakenda. Einnig voru teknar blóðprufur til að skima fyrir efnaskiptavillu (e. metabolic syndrome). Efnaskiptavilla er hugtak sem lýsir ákveðnu líkamsástandi og því fylgir aukin hætta á hjarta- og æðasjúkdómum auk sykursýki af tegund tvö. Mælingar voru endurteknar að lokinni sex mánaða þjálfun til að skoða áhrif þjálfunar á mælibreytur.
Eftir sex mánaða heilsueflingaríhlutun varð 96% bæting á daglegri hreyfingu þátttakenda (p 0,001). Fitumassi lækkaði um 4,6% (p 0,001) og blóðþrýstingur lækkaði einnig, þanbilsþrýstingur um 6,2% (p 0,001) og slagbilsþrýstingur um 2,9% (p 0,001). Vöðvaþol í efri líkama jókst um 17% (p 0,001), í neðri líkama um 22,3% (p 0,001) og gönguvegalengd í sex mínútuna gönguprófi jókst um 5,9% (p 0,001). Algengi efnaskiptavillu lækkaði á þjálfunartíma um 32,7% (p 0,001) þar sem 18 einstaklingar (8 karlar og 10 konur) af 55 þátttakendum (19 körlum og 36 konum) sem greindust með efnaskiptavillu færðust úr áhættu.
Niðurstöður þessarar rannsóknar eru sambærilegar öðrum rannsóknum um heilsufarslegan ávinning fjölþættrar heilsueflingar. Niðurstöður renna sterkum stoðum undir mikilvægi þess að koma á markvissri stefnu og aðgerðaáætlun í heilsutengdum forvörnum fyrir eldri aldurshópa á Íslandi og fylgja eftir alþjóðlegum viðmiðunum um daglega hreyfingu, reglubundinni styrktarþjálfun, ráðgjöf um næringu og aðra heilsutengda þætti.
Older adults have the highest rates of disability, functional dependence and use of healthcare resources in modern societies. Physical activity and functional capacity has many benefits and can contribute to a healthy and independent lifestyle during the latter years. Low physical activity and low functional capacity can in turn, decrease the quality of life. The main purpose of this study was to assess the effects of a 6-month multimodal training intervention on body composition, mobility, physical fitness and metabolic syndrome in Icelandic older adults.
For this study, 193 participants, 65 men and 118 women at the age of 65-95 voluntarily participated using convenience sampling. The intervention consisted of daily endurance and twice-a-week strength training. Measurements on body composition, mobility, physical fitness and metabolic syndrome were obtained at baseline and after a 6-month intervention.
After 6-month multimodal training intervention there was a significant improvement in daily physical activity amongst participants (p 0.001). Fat mass decreased by 4.6% (p 0.001), diastolic blood pressure decreased by 6.2% (p 0.001) and systolic blood pressure by 2.9% (p 0.001). Muscle endurance in upper body increased by 17% (p 0.001) and in lower body by 22.3% (p 0.001) while total walking distance in six minute walk test increased by 5.9% (p 0.001). Metabolic syndrome prevalence decreased, at baseline 55 participants (19 men and 36 women) had metabolic syndrome whereas after a 6-month intervention 37 participants (11 men and 26 women) had metabolic syndrome.
The results of this study are similar to other studies that point out the benefits of multimodal training interventions in older populations and should be considered as an integral part of health promotion by governing bodies both in municipalities and in government.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Ingvi-Guðmundsson-MS-Lokaverkefni-Lokautgafa.pdf | 5.29 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlýsing_Ingvi.pdf | 76.71 kB | Lokaður | Yfirlýsing |