en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/34146

Title: 
  • Title is in Icelandic Einstaklingsmiðuð lestrarkennsla : fjölbreyttar leiðir til árangurs
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Ritgerð þessi er lokaverkefni mitt til B.Ed prófs í grunnskólakennarafræði frá Háskóla Íslands. Hún fjallar um einstaklingsmiðaða lestrarkennslu þar sem sjónum er beint að því hvernig árangursríkast sé að einstaklingsmiða lestrarkennslu. Það má gera með fjölbreyttum kennsluháttum og misþungum verkefnum. Með því eru möguleiki á að ná til ólíkra nemenda á fjölbreyttan hátt. Þar að auki geta kennarar nýtt sér stigskipta lestrarkennslu. Í ritgerðinni má finna fræðilega umfjöllun um þróun lestrar þar sem fjallað er um þá grunnþætti sem lestur byggir á sem og hvernig nemendur byggja upp sjónrænan orðaforða við lestur. Komið er inn á hvers vegna einstaklingsmiðuð lestrarkennsla er mikilvæg og um leið er farið yfir lesskimunarprófið Leið til læsis sem lagt er fyrir nemendur í 1. bekk. Viðtal var tekið við tvo kennara sem kenna nemendum í 1. og 2. bekk. Það var tekið til þess að fá enn betri innsýn í hvernig mögulegt sé að einstaklingsmiða lestrarkennslu hjá yngri nemendum í grunnskóla. Í ljós kom að báðir einstaklingsmiða lestrarkennslu en gera það með ólíkum hætti.

Accepted: 
  • Jun 25, 2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/34146


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Doc 19 May 2019, 21_01.pdf280,3 kBLockedYfirlýsingPDF
Lokaritgerð PDF.pdf772,9 kBOpenComplete TextPDFView/Open