Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/34147
Þessi greinargerð er lögð fram með kennsluefni til B.Ed.– prófs í grunnskólakennslu yngri barna við Háskóla Íslands. Meginmarkmiðið með kennsluefninu er að útbúa verkefni sem hentar nemendum í 4. bekk, með það fyrir augum að uppfylla hæfniviðmið í Aðalnámskrá grunnskóla og koma inn á allar af greindunum átta sem Howard Gardner notaði sem grundvöll til að kortleggja svið mannlegra möguleika. Kennsluverkefnið Eyðieyjan er heildstætt verkefni sem kemur inn á listir, sköpun og hugmyndavinnu, en tengist saman inn á flestar greinar sem kenndar eru í grunnskólum á Íslandi.
Einnig á þetta verkefni að auðvelda nemendum að öðlast meiri og dýpri skilning á námsefninu. Í þessu verkefni eru kynntar margar náms- og kennsluaðferðir sem henta fjölbreyttum nemendahópi og fjölgreindakenningu Gardners. Við munum fylgja einum af frumkvöðlum kennslufræða, John Dewey, sem hefur komið fram með fjölbreyttar kennsluaðferðir og sett sitt mark á fræðigreinina þegar kemur að fjölbreyttum viðfangsefnum. Dewey telur að í námi og kennslu séu allir nemendur jafn ólíkir og þeir eru margir. Til þess að ná til allra nemenda þarf að koma til móts við fjölbreytileikann og nota margar aðferðir.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
B.Ed.-Það er leikur að læra , leikur sá er mér kær -Eyðieyjan.pdf | 1,39 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16(2).pdf | 242,28 kB | Lokaður | Yfirlýsing |