is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34148

Titill: 
  • Lestraráhugi í kapp við snjallvæðingu : leiðir til að virkja og viðhalda lestraráhuga barna í fyrstu bekkjum grunnskóla
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Góður grunnur í tungumálinu getur skipt sköpum þegar kemur að læsi. Læsi er hæfni einstaklinga til þess að geta skilið og notað ritmál á fjölbreyttan hátt ásamt því að vera öflugt tæki fyrir börn til að afla sér þekkingar og tjá sig í ræðu og riti. Læsi er auk þess ein af grundvallar forsendum fyrir virkri þátttöku í samfélaginu. Lestaráhugi er mikilvægur þáttur í lestrarnámi þar sem að þau börn sem hafa gaman af því að lesa eyða meiri frítíma í lestur og þróa því með sér betri lestrarkunnáttu og lesskilning. Undanfarna áratugi hefur lestraráhugi barna átt undir högg að sækja, meðal annars vegna þeirrar miklu tækniþróunar sem hefur átt sér stað í samfélaginu en aukið aðgengi barna að fjölbreyttri afþreyingu hefur orðið til þess að mörg börn eru hætt að lesa sér til yndisauka. Þetta verkefni varpar ljósi á mikilvægi þess að virkja og viðhalda lestraráhuga yngri barna í grunnskóla til að efla læsi þeirra og svo þau geti lesið sér til fróðleiks og yndisauka. Ljóst er að efling læsis í samfélaginu þarf að vera samvinnuverkefni foreldra og skóla þar sem lestur á að vera hluti af daglegum venjum heimilanna. Foreldrar og kennarar þurfa að vinna saman að því að gera lestur spennandi, meðal annars með því að nýta sér barnabækur til þess að vekja lestraráhuga nemenda og viðhalda honum.

Samþykkt: 
  • 25.6.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/34148


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Jónína_lestraráhugi.pdf475.95 kBLokaður til...18.01.2025HeildartextiPDF
Yfirlýsing_Jónína.pdf355.17 kBLokaðurYfirlýsing um meðferð lokaverkefnaPDF