is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34152

Titill: 
  • Foreldrar í nýju landi : upplifun foreldra barna á yngsta stigi af erlendum uppruna af samskiptum við skóla
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari rannsókn verður leitast við að svara spurningunni: „Hver er upplifun foreldra barna á yngsta stigi af erlendum uppruna af samskiptum við umsjónarkennara?“ Fyrri rannsóknir frá sjónarhorni kennara hafa bent til þess að erfitt sé að fá foreldra af erlendum uppruna í samstarf og að helstu samskiptamátar, eins og tölvusamskipti, virðast ekki duga. Rannsóknin er mikilvæg í ljósi þess að Ísland verður sífellt fjölmenningarlegra samfélag en samskipti heimilis og skóla eru forsenda fyrir árangursríku skólastarfi og hafa foreldrar bein áhrif á námsframvindu barna sinna. Gagna var aflað með rýnihópaviðtölum. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru þær að þátttakendum þykir erfitt að eiga frumkvæði að samskiptum og skortur sé á túlkunarþjónustu. Þeir upplifa sig ekki sem hluta af foreldrahópnum og vita ekki til hvers er ætlast af þeim. Niðurstöðurnar gefa ennfremur vísbendingar um að enskumælandi foreldrum sé mismunað og fái ekki þá túlkunarþjónustu sem þeir eiga rétt á. Hagnýtt gildi rannsóknarinnar er að gefa skýra mynd af upplifunum foreldra barna af erlendum uppruna til að kennarar geti betur mætt þörfum þessa hóps.

Samþykkt: 
  • 25.6.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/34152


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaútgáfa-b.ed..pdf363.33 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
stb39-yfirlýsing-b.ed..pdf158.52 kBLokaðurYfirlýsingPDF