is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34153

Titill: 
  • Allir geta lært stærðfræði : áhrif vaxandi hugarfars á stærðfræðinám nemenda
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið verkefnisins er að varpa ljósi á áhrif vaxandi hugarfars á stærðfræðinám nemenda. Fjallað verður um áhrif hugarfars á árangur í stærðfræðinámi og kennsluaðferðir sem styðja við vaxandi hugarfar. Í upphafi er námsgreinin stærðfræði skoðuð og mikilvægi hennar, með rökstuðningi meðal annars úr aðalnámskrá grunnskóla. Því næst eru fræðihugtökin vaxandi hugarfar og fastmótað hugarfar útskýrð og rætt um hvaða áhrif það hefur á stærðfræðinám að búa yfir vaxandi hugarfari annars vegar og fastmótuðu hugarfari hins vegar. Að lokum má finna leiðbeiningar og kennsluaðferðir fyrir kennara sem styðja við vaxandi hugarfar hjá nemendum í stærðfræði. Niðurstöður verkefnisins gefa skýrar vísbendingar um mikilvægi jákvæðs hugarfars í stærðfræðinámi og áhrif þess á námsárangur nemenda. Brýnt er að stærðfræðikennarar kynni sér vaxandi hugarfar og innleiði í stærðfræðikennsluna aðferðir sem styðja við vaxandi hugarfar nemenda sinna. Allir geta lært stærðfræði og með réttu hugarfari, vaxandi hugarfari, er auðveldara að ná tökum á henni en ef hugarfarið er fastmótað.

Samþykkt: 
  • 25.6.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/34153


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
B.Ed._Lokaskil.pdf969.44 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.jpg594.91 kBLokaðurYfirlýsingJPG