is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34158

Titill: 
  • Leikföng leikskólabarna : val foreldra á leikföngum leikskólabarna eftir kyni barns
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarinnar er að fá innsýn í hvaða leikföng foreldrar kaupa fyrir börn sín og hvort það sé munur á hvaða leikföng verða fyrir valinu út frá því hvort barnið sé stúlka eða drengur. Rannsóknin er blönduð rannsókn, það er að notast er bæði við megindlega og eigindlega aðferðafræði. Gögnum var safnað með spurningakönnun á netinu með sjálfvöldu hentugleika- og snjóboltaúrtaki. Þátttakendur voru samtals 656 foreldrar og þar af 576 gild svör. Svarhlutfall var ójafnt eftir kynjum en feður voru 35 eða eingöngu 6% svarenda en mæður 541 eða 94% svarenda. Svör foreldra voru síðan þemagreind og leikföngum skipt í flokka eftir eðli þeirra. Ástæða fyrir vali á leikfangi var einnig þemagreind og skipt í flokka. Að lokum var skoðað hvort tengsl væru á milli hugmyndafræði eða stefnu leikskóla sem börnin eru í og leikfanga sem keypt voru fyrir þau. Niðurstöður leiða í ljós að marktækur munur er á leikfangavali fyrir börn eftir kyni í þrem leikfangaflokkum en enginn marktækur munur fannst í hinum fimm flokkunum. Enginn marktækur munur mældist á ástæðu fyrir vali á leikfangi eða hvaða hugmyndafræði eða stefna var á leikskóla barnsins. Niðurstöður eru í samræmi við aðrar rannsóknir um að drengir fá leikföng sem snúa að tækni eða hreyfingu og að stúlkur fá leikföng sem tengjast ummönnun.

Samþykkt: 
  • 26.6.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/34158


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
KLK25_lokaverkefni.pdf637.6 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16.pdf809.77 kBLokaðurYfirlýsingPDF