is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34159

Titill: 
  • Vellíðan barna : hvernig er hægt að stuðla að vellíðan barna á leikskólaaldri?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Vellíðan barna tengist bæði líkamlegum og andlegum þáttum og því er mikilvægt að hlúa að þeim. Það getur reynst erfitt að nálgast börnin og vita hvort þau finni fyrir vellíðan, bæði vegna dagskipulags á leikskólanum og fjölda barna. Ein af þeim leiðum sem er talin árangursrík til að stuðla að vellíðan barna er að hlusta á raddir þeirra. Skráningar koma þar sterkt inn þar sem börnin fá það hlutverk að hafa áhrif á sitt daglega líf og að þau finni fyrir því að hlustað sé á þau. Samstarf leikskólakennara og foreldra er mjög mikilvægt til að tryggja að vellíðan barnsins sé í forgangi.
    Leiðir eins og jóga, snerting og slökun, hreyfing og næring eru einnig þættir sem ég mun fjalla um í þessari lokaritgerð og allt þetta tengist vellíðan barna á leikskólaaldri. Ég mun leggja fram dæmi um æfingar sem starfsfólk leikskóla getur nýtt sér og fengið fræðslu um. Þær leiðir draga úr spennu og kvíða sem getur myndast í líkömum barna og geta aðferðir eins og jóga og slökun stuðlað að betri vellíðan. Ef börn finna fyrir vellíðan eru þau óhrædd að takast á við daglegar athafnir og áskoranir.

Samþykkt: 
  • 26.6.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/34159


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð-vellíðan barna.pdf413.66 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Rafræn yfirlýsing-lok.pdf173.68 kBLokaðurYfirlýsingPDF