en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/34161

Title: 
 • Title is in Icelandic Áhrif leiks barna á vellíðan og samskipti þeirra
Degree: 
 • Bachelor's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Tilgangur ritgerðarinnar er að leita svara við því hvernig vellíðan og samskipti birtast í leik barna. Gerð er grein fyrir helstu kenningum fræðimanna, fjallað er almennt um leik barna, frjálsan sjálfsprottinn leik. Leikur er skoðaður út frá vellíðan og samskiptum, jákvæð sjálfsmynd er skoðuð og lýðræðislega uppeldisaðferðin Marte meo aðeins kynnt. Í lokin eru helstu niðurstöður dregnar og ræddar.
  Lagt er upp með rannsóknarspurninguna: Hver eru áhrif vellíðunar og samskipta barna í leik þeirra? Í framhaldi af henni má velta fyrir sér spurningunni: Hvernig sjálfsmynd barna getur haft áhrif á vellíðan og samskipti? Ritgerðin er fræðileg umfjöllun um vellíðan og samskipti barna í leik og mikilvægi þess að hafa sterka og jákvæða sjálfsmynd. Helstu niðurstöður ritgerðarinnar eru þær að vellíðan barna hafi mjög hvetjandi áhrif á leik þeirra og jákvæð áhrif á athygli, sjálfsstjórn, andlega líðan og samkennd. Vellíðan hefur áhrif til sterkari sjálfsmyndar.
  Tilgangurinn með þessum skrifum er að auka eigin skilning og þekkingu á vellíðan og samskiptum barna í leik og hversu mikilvægt það er að hjálpar börnum að styrkja sjálfsmynd sína. Áhugi og hæfni barna er einstaklingsbundinn og því er nauðsynlegt að styrkja þá eiginleika sem barn hefur og auka trú þess á eigin getu. Mikilvægt þótti mér að auka eigin þekkingu á vellíðan og samskiptum barna í leik til þess að vera betur í stakk búin til að takast á við þann fjölbreytileika sem leikskólastarf býður uppá.

Accepted: 
 • Jun 26, 2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/34161


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Lokaverkefni-SSS.pdf3.1 MBOpenComplete TextPDFView/Open
Yfirlýsing_Sæunn_SS.jpg1.57 MBLockedYfirlýsingJPG