is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/34162

Titill: 
  • Tengsl og tengslamyndun í upphafi leikskólagöngu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessarri ritgerð verður fjallað um mikilvægi tengslamyndunar á milli starfsfólks, barns og foreldra sem á sér stað í aðlögunarferli þegar barn byrjar í leikskóla. Í leikskólum þar sem höfundur hefur starfað sem leikskólakennari hefur höfundur tekið eftir því hvað áhersluþættir á upphafi leikskólagöngu barna hefur breyst mikið í gegnum tíðina bæði hvað varðar að meiri áhersla er lögð á tengslamyndun á milli barns og starfsmanns og umönnunaraðila og foreldrar taka meiri þátt í aðlögun barnsins með því að vera til staðar í leikskólanum hjá barninu. Rannsóknarefnið er: Tengsl og tengslamyndun í upphafi leikskólagöngu, það er mikilvægi tengslamyndunar á milli allra sem koma að aðlögun barns, það er lykilpersóna í leikskólanum sem tekur á móti barninu í fyrsta skipti, umönnunaraðila og starfsfólks og rannsóknarspurningin er: Hvert er mikilvægi tengslamyndunar barns og fullorðins við aðlögun í leikskóla. Fjallað verður um mikilvæg hugtök eins og geðtengsl, örugga höfn, aðskilnað og tengslakenningar verða útskýrðar. Fjallað verður um
    einstaklingsaðlögun og þátttökuaðlögun og aðlögunaraðferðirnar bornar saman. Fjallað verður um ólíkan menningarlegan bakgrunn foreldra og stuðningsefni frá Reykjavíkurborg og Mennta- og menningarmálaráðuneyti 2011 hvað varðar aðlögun haft til hliðsjónar og að lokum verða rannsóknarniðurstöður skoðaðar. Mikilvægt er að komast í raun að því hvað á sér stað í tilfinningalífi barns á þeim tímamótum þegar það fer frá umhverfi sínu heima þar sem það hefur verið í umsjón umönnunaraðila til dæmis móður og þegar það byrjar í leikskóla og er í umsjón starfsfólks leikskóla. Markmiðið með þessum ritgerðarskrifum er að sýna fram á mikilvægi þess að skilja hvað á sér stað í aðlögunarferlinu hvað varðar tengslamyndun.

Samþykkt: 
  • 26.6.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/34162


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni til B.Ed prófs lokaútgáfa, skemman_SH.pdf902,41 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlýsing_sigriður_halldors.pdf52,37 kBLokaðurYfirlýsingPDF