is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/34163

Titill: 
  • Snjalltæki í leikskólum : athugun byggð á viðtölum við fjóra leikskólakennara
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Ritgerðin er lokaverkefni til B.Ed.-prófs í leikskólakennarafræðum frá Háskóla Íslands, Menntavísindasviði, á vorönn 2019. Í henni er fjallað um notkun upplýsinga- og samskiptatækni með áherslu á notkun snjalltækja í leikskólastarfi. Minnst er á nokkur hugtök tengd upplýsingatækni og fjallað um hlutverk leikskóla sem menntastofnunar. Þá eru rannsóknir á snjalltækjanotkun barna skoðaðar og settar í samhengi við leiðbeiningar um skjátíma barna og hugsanleg áhrif skjátíma á þroska barnanna. Einnig er athyglinni beint að þjálfun starfsfólks og fagmenntaðra leikskólakennara í skólastarfi og farið yfir rannsóknir sem sýna hvaða áhrif viðeigandi þjálfun hefur á leikskólastarfið og kennarann sjálfan. Í síðari hluta verkefnisins er greint frá viðtölum sem höfundur tók við fjóra leikskólakennara við þrjá leikskóla, hvern í sínu sveitarfélagi á höfuðborgarsvæðinu, og svör þeirra skoðuð í samhengi við rannsóknir sem áður voru kynntar. Litið er á tækjabúnað í leikskólunum, notkun snjalltækja, helstu hindranir í notkun þeirra og spurt um viðhorf viðmælenda til notkunar á snjalltækjum í kennslu. Niðurstöður viðtalanna gáfu til kynna að mikill áhugi væri meðal leikskólakennara á að nota snjalltæki í leikskólakennslunni. Afstaða þeirra er í flestum tilfellum jákvæð og stuðningur leikskólastjóra og stjórnenda mikill. Þrátt fyrir það eru einhverjar hindranir sem standa í vegi fyrir því að hægt sé að nota snjalltæki til fulls í starfinu og má þá sérstaklega nefna skort á þekkingu, tækjum og tíma. Þessar niðurstöður eru að mati höfundar þýðingarmiklar í samfélagi þar sem nær öll börn eru á einhvern hátt umvafin nettengdum snjalltækjum enda má gera ráð fyrir að samfélagið þróist enn frekar í þá átt þegar fram líða stundir.

Samþykkt: 
  • 26.6.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/34163


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
B.Ed._Sigurlaug_Linnet_snjalltaeki12121.pdf723,82 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlýsing.jpg485,75 kBLokaðurYfirlýsingJPG