is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34166

Titill: 
  • Með hvaða hætti geta leikskólakennarar stutt foreldra tvítyngdra barna við að stuðla að virku tvítyngi barna sinna?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þjóðfélagi þar sem fólksflutningar til landsins hafa aukist hratt á skömmum tíma er það augljóst að einhverjar ráðstafanir þarf að gera í samfélaginu til þess að koma til móts við nýja íbúa. Það á ekki síst við um börnin sem hér búa og eiga sér annað móðurmál en íslensku. Þessi börn þróa með sér tvítyngi þegar þau hefja þátttöku í samfélagi þar sem annað tungumál en móðurmál þeirra er talað. Leikskólakennarar þurfa að þróa með sér vinnubrögð til þess að stuðla að því að þau börn þrói með sér virkt tvítyngi og verði örugg á báðum málum í tungumálanotkun sinni. Þar sem enginn þekkir börn betur en foreldrar þeirra gefur auga leið að stefna að því markmiði í samstarfi við foreldrana. Rannsóknarspurningin mín er því eftirfarandi: Með hvaða hætti geta leikskólakennarar stutt foreldra tvítyngdra barna við að stuðla að virku tvítyngi barna sinna? Þær niðurstöður sem ég komst að með því að afla mér heimilda um málefnið eru þær að sterkur grunnur í móðurmáli er lykillinn að farsælli máltöku seinna tungumáls tvítyngdra barna. Það er því nauðsynlegt að leikskóla-kennarar stuðli að jákvæðu samstarfi við foreldra tvítyngdra barna, í þeim tilgangi að skiptast á upplýsingum um börnin og svo leikskóla-kennarar geti nýtt sér faglega þekkingu sína til þess að styðja við foreldrana til þess að aðstoða börnin við að þróa með sér virkt tvítyngi.

Samþykkt: 
  • 26.6.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/34166


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð - Unnur Bryndís Daníelsdóttir.pdf462.33 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing lokaverkefni - Unnur Bryndís Daníelsdóttir.pdf28.52 kBLokaðurYfirlýsingPDF