is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/34168

Titill: 
  • „Já, ertu nokkuð að vinna hvort sem er?“ : rýnt í samskipti kennara og nemenda
  • Titill er á ensku „Well, you´re not doing anything, are you?“ : gaining better understanding of the interaction between teachers and students
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Jákvæð samskipti eru öllum mikilvæg því þau hafa áhrif á líðan fólks. Í skólaumhverfinu þarf öllum að líða vel, bæði starfsfólki og nemendum. Annars virkar skólinn ekki sem skyldi, hvorki sem vinnustaður né sem góður staður til að læra á. Mikið hefur verið rætt um álag á kennara á undanförnum árum. Álagsvaldar geta verið margs konar eins og tímaskortur og skortur á stuðningi en hér mun ég aðallega fjalla um samskipti milli kennara og nemenda. Eftir tíu ár sem kennari fannst mér ástæða til að líta um öxl og skoða sjálfan mig í starfi með gagnrýnum augum.
    Tilgangur rannsóknarinnar var að öðlast meiri skilning á samskiptum milli mín sem kennara og nemenda minna. Markmiðið var að efla fagmennsku mína í samskiptum við nemendur, að eiga jákvæð samskipti til að öllum líði vel í skólastofunni.
    Ritgerðin er byggð á starfendarannsókn. Hún var rúmt ár í framkvæmd en gagnaöflun hófst í janúar 2018 og stóð fram í febrúar 2019. Gögnin samanstanda aðallega af rannsóknardagbók og rýnihópaviðtölum en einnig má nefna viðtal við rýnivin og rafrænar viðhorfskannanir sem lagðar voru fyrir nemendur.
    Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru að langvarandi álag í starfi hafði þau áhrif að ég var farinn að efast um hæfni mína til að gegna starfi grunnskólakennara. Líðan mín hafði neikvæð áhrif á samskipti við nemendur. Ég var ekki sá kennari sem ég vildi vera. Eftir því sem leið á rannsóknartímann gengu samskipti betur og ég öðlaðist meiri skilning á því sem fram fór í skólastofunni og hvernig ég gæti brugðist við. Í rannsóknarferlinu varð til samtal milli mín og samkennara minna og mótaðist vísir að faglegu samfélagi. Tryggja þarf gott aðgengi að sérfræðingum í öllum skólum. Kennarar þurfa góðan tíma til að ræða saman um það sem upp kemur í starfinu og fá þannig nauðsynlegan stuðning frá samkennurum.

  • Útdráttur er á ensku

    Positive interaction is important to everyone because of the impact they have on people’s lives. Everyone has to feel good in the school environment, both staff and students. Otherwise the school environment doesn‘t function as it should, neither as a good workplace or a good study environment. In recent years there has been an ongoing discussion regarding teachers’ stress and workload. Stress factors can vary, such as lack of time and resources, but in this thesis the main focus will be on teacher-student interaction.
    The purpose of this study is to gain better understanding of the interaction between myself and my students. The goal is to enhance my professionalism when interacting with students, to strive for positive interaction so everyone can feel comfortable in the classroom.
    This thesis is based on an action research. Gathering of data began in January 2018 and was finished in February 2019. The data mainly consists of a research journal and focus group interviews. In addition I also did an interview with a critical friend and conducted an online survey to gain better understanding regarding the students’ viewpoint.
    The main findings of the study are the following: Work related stress for a long time affected me to the point that I doubted my ability as a teacher. My emotional state had a negative impact on my interaction with students. As the study continued the interaction improved and I gained a better understanding of what happened in the classroom and how I could react. During the study a dialogue between myself and fellow teachers developed along and an indicator to a learning community developed. It is important to ensure good access to mental health experts in every school. Teachers need time to discuss what happens during the school day and get necessary support from their peers.

Samþykkt: 
  • 26.6.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/34168


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
einar__sigurdor_sigurdsson_ritgerd_lokaskjal.pdf780,07 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlysing_M.Ed._Einar_Sigurdór_Sigurðsson.jpg3,21 MBLokaðurYfirlýsingJPG