Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/34170
Markmiðið með verkefninu er að varpa ljósi á hvernig kennari getur nýtt samræður í stærðfræðikennslu á yngsta stigi í því skyni að skapa nemendum aðstæður til að efla skilning sinn. Reynsla og viðhorf kennara til þess var einnig rannsökuð. Rannsókn var gerð á stærðfræðikennslu þar sem sérstaklega var fylgst með samræðum inni í skólastofunni. Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða hvaða leiðir kennari getur farið við að nýta samræður og hvernig þær geta stutt við stærðfræðinám nemenda.
Gerð var eigindleg tilviksrannsókn. Þátttakendur voru umsjónarkennari í þriðja bekk og nemendahópur hennar sem samanstóð af 25 nemendum. Kennarinn var tilgangsúrtak og valinn með það í huga þar sem hún hafði mikla reynslu af því að nýta samræður í stærðfræðikennslu sinni. Gögnum var safnað með hálfopnu viðtali við kennarann og í framhaldi var farið í fimm vettvangsathuganir þar sem tekin voru upp myndbönd og hljóðupptökur af kennslu auk þess sem rannsakandi fylgdist með og skráði niður. Teikningar nemenda og lausnir í stærðfræðivinnu á vettvangi ásamt stuttum viðtölum við kennara og rannsóknardagbók rannsakanda voru einnig hluti af gögnum.
Helstu niðurstöður leiddu í ljós að kennarinn notaði samræður í stærðfræðikennslu á ýmsa vegu. Annars vegar var kennarinn með samræður með bekknum í heild og hins vegar þar sem nemendur ræddu við hvern annan og unnu saman. Kennarinn lagði mikla áherslu á skilning nemenda á stærðfræðinni, að byggja kennsluna og námið á þeirra skilningi og mikilvægi þess að nemendur tileinkuðu sér rétta hugtakanotkun. Kennarinn lagði mikið upp úr því að leiða nemendur áfram með opnum og leiðandi spurningum eftir þörfum þeirra og ræddi um ólíkar lausnaleiðir með bekknum. Reynsla og viðhorf kennarans var jákvætt gagnvart því að nýta samræður í stærðfræðikennslu. Von mín er sú að þessi rannsókn veiti innsýn í hvernig samræður geta nýst í kennslu í stærðfræði og hvernig kennari getur skapað nemendum aðstæður til að ræða um hugsun sína og skilning á viðfangsefnum stærðfræðinnar.
The aim of this thesis is to shed light on how a primary grade teacher can use discussions in math teaching to create learning opportunities for students to strengthen their understanding. The teacher’s experience and attitude towards using discussions was also examined. This study was conducted on mathematics teaching, especially focused on math discussions in the classroom. The purpose was to examine the ways in which a teacher can utilize dialogue in math teaching and how it can support and strengthen students’ understanding and math learning.
This qualitative research was a case study. The participants were a supervisory third grade teacher and her class, which consisting of 25 students. The teacher was chosen purposively as she had a great deal of experience using discussions in her math teaching. Data was collected through a semi-open interview with the teacher, and five field studies were then conducted, that included videos and audio recordings of the teaching. The researcher both monitored and recorded the teaching sessions. The data also consisted of the students’ drawings and solutions from their math work in the field as well as short interviews with the teacher and a researcher’s journal.
The main findings revealed that the teacher used discussions in mathematical education in various ways. On the one hand, discussions were carried out with the class as a whole and on the other hand, students talked to each other and worked together. The teacher emphasized the students’ understanding of mathematics, to base the teaching and learning on their understanding, and the importance of students accepting the correct terminology was also highlighted. The teacher put much effort into prompting students with open and leading questions according to their needs and discussing different solutions with the class. The teacher’s experience and attitude was positive towards utilizing discussions in mathematics education. My hope is that this study will provide insight into how discussions can be useful in teaching mathematics and how a teacher can create opportunities for students to discuss their thinking and understanding of math topics.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
M.Ed. Ásta Ingólfsdóttir.pdf | 1,4 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlýsing lokaverkefni_Ásta Ingólfsdóttir.pdf | 481,77 kB | Lokaður | Yfirlýsing |