is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34171

Titill: 
 • HLJÓM-2 og hvað svo? : íhlutun fyrir börn sem mælast með slaka færni á mál- og hljóðkerfisvitundar prófinu HLJÓM-2
 • Titill er á ensku HLJÓM-2, what next? : intervention for children with low scores on the phonological awareness screening test, HLJÓM-2
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Flestir leikskólar landsins nota prófið HLJÓM-2 til þess að skima fyrir þeim einstaklingum sem gætu átt það á hættu að glíma við lestrarerfiðleika síðar meir. Prófið metur mál- og hljóðkerfisvitund barna og er ætlast til að það sé lagt fyrir að hausti, fyrir elsta árgang leikskólans. Fjöldi rannsókna hefur sýnt fram á að málþekking barna við upphaf grunnskólagöngu skiptir máli en þau börn sem hafa slaka mál- og hljóðkerfisvitund eftir fimm ára aldur eru líkleg til að halda áfram að vera slök út grunnskólagönguna. Samkvæmt rannsóknum hérlendis virðist slakur árangur á HLJÓM-2 ekki einungis hafa forspárgildi um slakan árangur í lestri og námi heldur einnig um slæma líðan og neikvæða reynslu einstaklinga af skólagöngunni. Fræðimenn hafa komist að því að hægt er að hafa áhrif á málþroska barna með því að grípa inn í með markvissri þjálfun snemma á lífsleiðinni en þá er heilinn hvað móttækilegastur fyrir þjálfun. Þannig hefur þjálfun mál- og hljóðkerfisvitundar reynst árangursrík á þessu skeiði en hún getur dregið úr eða komið í veg fyrir lestrarerfiðleika.
  Markmiðið með þessu verkefni er að setja saman kennsluáætlun með leiðbeiningum sem starfsmenn í leikskólum geta notað til að þjálfa mál- og hljóðkerfisvitund barna. Efnið er sett upp sem 20 kennslustundir og eru þær hugsaðar sem íhlutun fyrir þau börn er mælast með slaka færni á HLJÓM-2 að hausti. Verkefnin byggja á eldra efni en áhersla er lögð á að þau séu einföld, auðveld í notkun og aðgengileg. Það er ósk höfundar að kennsluáætlun þessi verði öflugt verkfæri fyrir starfsmenn í leikskóla og eigi þátt í því að draga úr eða koma í veg fyrir að börn með slaka mál- og hljóðkerfisvitund þurfi að glíma við lestrar- og námserfiðleika síðar á skólagöngunni.

 • Útdráttur er á ensku

  Most kindergartens in Iceland use the HLJÓM-2 test to screen for individuals that might be at risk of dealing with reading difficulties later in their lifetime. The test evaluates the language and phonological awareness of children and is supposed to be used at the beginning of students’ last year of kindergarten. Several pieces of research have shown that language knowledge at the beginning of elementary school is essential and that children with poor language and phonological awareness after the age of five are likely to continue to have difficulties throughout their time in elementary school. Several Icelandic research papers conclude that it seems that low performance on HLJÓM-2 not only predicts poor results in reading and learning but is also an indicator for children's negative experience and wellbeing in school. Both scholars and researchers have shown that it is possible to influence the development of language skills by intervening early with systematic coaching when the brain is most responsive to training. It has thus been proven that regular training of language and phonological awareness in late kindergarten years is crucial as it can lessen or prevent further problems with reading in the future.
  This project aims to construct a syllabus with instructions for kindergarten staff or teachers, that can be used to train students’ language and phonological awareness. The program included here is designed as 20 lessons that are to be used as an early intervention for children that score poorly on HLJÓM-2 at the beginning of their last year in kindergarten. The assignments partly build on previously available material with the focus on being straightforward, simple to use and easy to approach. The author hopes that the lesson plan presented here will prove to be a robust and powerful tool for kindergarten staff to use and hence will help to lessen or prevent children with poor language and phonological awareness from dealing with reading and learning difficulties later in their life or educational career.

Samþykkt: 
 • 26.6.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/34171


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Berta_Sandholt_fræðileg_greinargerð.pdf457.05 kBOpinnGreinargerðPDFSkoða/Opna
Berta_Sandholt_HLJÓM-2_og_hvað_svo_kennsluáætlun.pdf1.58 MBOpinnKennsluáætlunPDFSkoða/Opna
yfirlýsing_fræðileg_greinargerð_berta.pdf179.67 kBLokaðurYfirlýsingPDF
yfirlýsing_kennsluáætlun_berta.pdf196.73 kBLokaðurYfirlýsingPDF