is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34173

Titill: 
 • Talnaskilningur nemenda á yngsta stigi grunnskóla : hugmyndir að verkefnum
 • Titill er á ensku Students‘ number sense in elementary grades : ideas for assignments
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Markmiðið með verkefninu er að útbúa hugmyndabanka fyrir kennara til að auðvelda þeim að styðja með fjölbreyttum hætti börn á yngsta stigi grunnskóla í að efla talnaskilning sinn. Tilgangurinn er að nemendur fái fjölbreytt verkefni sem þeir vinna með hlutbundnum hætti og gefa þeim þannig aukin tækifæri til að þjálfa hugsun sína og leit lausna.
  Verkefninu er skipt upp í tvo hluta. Fyrri hlutinn er fræðileg greinargerð þar sem fjallað er um kenningar um stærðfræðinám og þróun talnaskilnings barna. Einnig er fjallað um hvað skuli kenna og með hvaða hætti samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla (2013). Að lokum er fjallað um áherslur í stærðfræðikennslu þar sem sjónum er beint að námsumhverfi, kennsluháttum, hlutverki kennarans og námsmati með tilliti til þeirra verkefna sem fylgja greinargerðinni. Seinni hlutinn er verkefnabanki. Verkefnin sækir höfundur í reynsluheim sinn sem kennari í mörg ár. Hann byrjar á stuttum inngangskafla þar sem fjallað er um talnaskilning barna ásamt áherslum í stærðfræðikennslu. Hugmyndir að verkefnum fylgja síðan þar á eftir. Hverju verkefni fylgir stutt lýsing á vinnubrögðum sem kennarar geta notað við fyrirlögn verkefna. Einnig kemur þar fram hvaða hæfniviðmiðum unnið er að, ásamt grunnþáttum menntunar, hvaða gögn þarf að hafa við höndina og hvernig hægt er að meta vinnu nemenda. Verkefnin eru hugsuð til að auka fjölbreytni í vinnu nemenda og hvetja til hlutbundinnar vinnu. Ef nemendur vinna að hlutbundnum verkefnum gefst þeim vonandi rúmur tími til lausnaleitar og samræðna um verkefnið bæði sín á milli og við kennara. Von mín er að kennarar geti nýtt verkefnin í kennslu sinni þar sem þeir geta staðsett þau í samhengi við annað sem unnið er að samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla (2013).

 • Útdráttur er á ensku

  The aim of this thesis is to provide teachers a Think Tank which can assist them in supporting children’s development of number sense in elementary grades with emphasis on variety of teaching methods. The intention of the project is to provide students with various hands-on activities and thereby increase their opportunity to develop their thinking through problem solving.
  The project is divided into two parts. The first part consists of the theoretical basis for mathematical education in elementary schools and the development of children’s numerical literacy. Following is a discussion on teaching materials and methods with regard to the main curriculum and emphasis in mathematics teaching relating to learning environment, teaching methods, the teacher’s role, and assessment in view of the assignments enclosed in the Think Tank. The second part is a Think Tank. It starts with a short introduction on children’s numerical literacy and a discussion on emphasis within mathematics teaching. Project ideas follow. Each project is provided with an explanation of teaching methods and which competence criterion and fundamental pillars are involved, which tools are needed along with ideas for assessing students work. The idea of the assignments is to increase variety of student assignments and encourage hands-on activities with the aim that these assignments will lead to problem solving and discussion amongst students themselves and with the teacher. It is my hope that teachers can use these assignments in their teaching as an addition to other material which is being used in accordance with the main curriculum.

Samþykkt: 
 • 26.6.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/34173


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Arna_Einarsdottir_greinagerd.pdf541.6 kBOpinnGreinargerðPDFSkoða/Opna
Arna_Einarsdottir_handbók_með_verkefnum.pdf1.21 MBOpinnViðaukiPDFSkoða/Opna
Arna_Einarsdóttir_Yfirlýsing_Skemman.pdf31.58 kBLokaðurYfirlýsingPDF