is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/34175

Titill: 
  • Hugmyndir barna og reynsla kennara af Vináttuverkefni Barnaheilla
  • Titill er á ensku Children‘s views and teacher’s experience on the free of bullying project, Save the Children - Iceland
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Undanfarin ár hefur verið lögð aukin áhersla á þátttöku barna í samfélaginu og að þau séu virkir þátttakendur í eigin lífi. Kenningar og þekking á námi og þroska barna hafa sýnt að börn eru sérfræðingar í eigin lífi. Rannsóknum þar sem börn eru virkir þátttakendur hefur því fjölgað og áhugi fyrir því að hlusta á raddir þeirra hefur aukist. Þessar áherslur má einnig sjá í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins frá árinu 1989. Þar segir að börn eigi að vera virkir þátttakendur í samfélaginu og að líta eigi á þau sem hæfileikaríka einstaklinga sem eigi rétt á þátttöku. Markmiðið með þessari rannsókn var annars vegar að fá fram hugmyndir barna og hins vegar reynslu kennara af Vináttuverkefni Barnaheilla (e. Free of bullying project), sem er forvarnarverkefni gegn einelti.
    Þátttakendur í rannsókninni voru 21 barn í elsta árgangi á þremur deildum í einum leikskóla og þrír kennarar. Rannsóknin var eigindleg og var hún unnin í leikskóla barnanna. Í rannsókninni var lögð áhersla á að veita börnunum tækifæri til að tjá sína skoðun á þátttöku sinni og hvað þau teldu sig læra af vináttuverkefninu. Tilgangur rannsóknarinnar er að vinna með þær upplýsingar sem koma frá börnunum til þess að kennararnir geti bætt það sem betur má fara. Niðurstöður rannsóknar sýndu að börnin læra mikilvægi þeirra gilda sem verkefnið snýst um. Þau læra að bera virðingu fyrir öðrum, sýna hvert öðru umburðarlyndi og umhyggju og öðlast hugrekki til þess að aðstoða aðra ef á þarf að halda. Kennararnir þrír eru á sama máli, þeim finnst þetta verkefni einstaklega áhugavert og gaman að fylgjast með því hve börnin eru fljót að tileinka sér gildi verkefnisins.
    Fáar rannsóknir hafa verið gerðar í tengslum við vináttuverkefnið og þær hafa aðallega snúið að kennurum og kennsluaðferðum þeirra. Þessi rannsókn er því mikilvæg að því leyti að hún sýnir sjónarhorn barnanna og kennaranna og veitir því góða innsýn í þátttöku þeirra í verkefninu.

  • Útdráttur er á ensku

    In recent years, there has been an increased emphasis on children’s participation in society as active participants in their own lives. Theories and knowledge on children’s education have shown that children are experts in their own lives. Research projects where children are active participants have therefore become more common and there is an increased interest in listening to what they have to say. These details are also evident in the United Nations’ Convention on the Rights of the Child from 1989, in which children are seen to be active participants in society and as competent individuals with rights to be involved in matters concerning their lives. The aim of this research is to explore the children’s perspective and teachers experience on the Free of bullying project.
    The participants of this research are 21 children from the oldest year of three different pre-school classes and three teachers. The method used was qualitative and the research was carried out at their pre-school. The focus was to give the children an opportunity to express their opinion, how they experience their participation and what they consider themselves to have learned from it. The purpose of this research is to use the information provided by the children in order for the teacher to be able to improve or put right what goes amiss. The results show that children learn the importance of the values emphasized in the project. They learn to respect others, show each other tolerance and care, and find the courage within themselves to help others if needed. The three teachers agree, finding the project uniquely interesting and observing how quickly the children adopt the values of the project.
    In Iceland few research have been conducted regarding the free of bullying project and those have mainly been focusing on the teacher and their methods. This research has considerable weight, showing the children’s perspective as well as the teachers, therefore providing good insight into the children’s participation in the project.

Samþykkt: 
  • 26.6.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/34175


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
2016_03_skemman_yfirlysing_lokaverkefni_29.03.16.pdf188,98 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Hugmyndir barna og reynsla kennara af Vináttuverkefni Barnaheilla - Ritgerð.pdf598,62 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna