is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34176

Titill: 
  • Átthagafræði og staðtengt nám í heimabyggð leikskóla : uppspretta tækifæra til leiks og þroska
  • Titill er á ensku Kindergarten and place-based education in the local community : a source of opportunities for play and development
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Flest eigum við okkur einhvers staðar rætur og heimahaga sem okkur þykir vænt um. Í gegnum lífið höfum við flest þörf fyrir að fræðast um þessa átthaga okkar, læra að umgangast þá, láta gott af okkur leiða og nýta aukna þekkingu til áhrifa á eigið nærsamfélag. Í þessu meistaraverkefni er áherslan á átthagafræði og staðtengt nám (e. place-based education) og verkefni tengd þessum hugtökum ætluð börnum á leikskólaaldri. Vettvangur verkefnanna eru heimahagar höfundar, Hellissandur og Rif á Snæfellsnesi. Átthagafræðihugtakið er sótt til fyrri tíma þar sem markmiðið var að fræða nemendur um heimahagana en staðtengt nám er hugtak sem dregur fram að samfélag, menning og umhverfi yfirleitt geta verið undirstaða náms og þroska á ótal sviðum og tengst alls konar viðfangsefnum. Tengsl verða á milli náms og beinnar reynslu af umhverfinu og varpa ljósi á hið óþekkta. Í Aðalnámskrá leikskóla er lögð áhersla á hlutverk og þátttöku hvers leikskóla í samfélagi og að finna skuli leiðir til þess að rækta og efla þau tengsl. Fyrri rannsóknir benda til að á grunnskólastigi megi standa betur og markvissar að því námi sem á sér stað í gegnum umhverfi, menningu og samfélag og telja verður líklegt að það sama eigi við á leikskólastigi. Hluti af verkefninu er efnisvefur með safni verkefna sem ætlaður er leikskólakennurum og öðru starfsfólki leikskóla. Verkefnin hefur höfundur mótað og sett fram og eiga þau að ýta undir og styðja við markvisst nám í gegnum umhverfi, menningu og samfélag við leikskólann Kríuból á Hellissandi. Í þeim er gert ráð fyrir samþættingu á áhersluþáttum leikskólans, að hvert námstækifæri í nánasta umhverfi skólans sé gripið og þau tengd við grunnþætti menntunar. Hvert verkefni á að ýta undir virkt lærdómsferli og við uppbyggingu verkefnanna var lögð áhersla á að tilgreina fjölda leiða eða aðferða sem hægt er að fara í ferlinu, greint er frá markmiðum, viðfangsefnum og hlutverki kennara. Vonir standa til að verkefnin komi að góðu gagni á Kríubóli en geti líka kveikt áhuga og hugmyndir í hópi kennara og annarra starfsmanna við aðra leikskóla.

  • Útdráttur er á ensku

    Most of us have a community we call home, that we care for and grow roots in. Throughout life most people develop desires to learn, to treat their community with respect, and to “pay it forward”. Understanding and more knowledge can increase the motivation to make a difference in the local community. This thesis emphasises projects for kindergarten students, local community studies (Icelandic: átthagafræði), and place-based education. The author´s hometowns of Hellissandur and Rif are the main focus of the projects. The concepts of local community studies and place-based education are similar but not the same: the first has concepts and goals to educate students about the local community and the other emphasises that community, culture, and environment can be the basis for further education and child development in many ways. Connections form between earlier experience and learning that increases knowledge of the unknown. The national curriculum’s main focus is on finding ways for kindergarteners to be more active and make a difference in the local community. Previous studies show that education through environment, culture, and community in the primary stage is lacking and therefore it is also likely that the same occurs in kindergarten. Part of the thesis is a website intended for kindergarten teachers and other employees. The author’s project can be found on the site. The main purpose of the project is to increase education through environment, culture, and community at the author’s workplace of Kríuból in Hellissandur. The project’s focus is to integrate the kindergarten’s point of emphasis, to catch every learning opportunity, and to connect the six fundamental pillars of education. The point of the project is to emphasise effective learning processes, showing ways or methods for how to work within the process, goals, and subject, and define the role of the teacher. Hopefully the project will come in good use in the Kríuból kindergarten and positively affect teachers in other kindergartens as a source of new ideas.

Samþykkt: 
  • 26.6.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/34176


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
linda_rut_svansdottir_greinargerd.pdf2.35 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlysing_Linda_Rut_Svans.pdf28.86 kBLokaðurYfirlýsingPDF