Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34178
Verkefnið fjallar um þjálfun og kennslu bernskulæsis í leikskólastarfi. Afmörkun verkefnisins fór fram með þeim hætti að sendur var rafrænn spurningalisti til leikskólakennara inn á lokaðan hóp á fésbók þar sem fram fór könnun á því hvernig unnið er með bernskulæsi í leikskólum. Svörun var góð og leiddi könnunin í ljós að leikskólakennarar telja vinnu með alla þætti bernskulæsis afar mikilvæga og að yfirleitt sé lögð mikil áhersla á vinnu með bernskulæsi innan leikskólanna. Minnsta þekkingu töldu svarendur sig hafa á að kenna ritun bókstafa og hald á skriffæri og völ á kennsluefni var jafnframt minnst í þessum þáttum. Næst minnsta þekkingu töldu þeir sig hafa á kennslu í frásagnarhæfni og leikjum sem efla málskilning og máltjáningu. Fram kom að helst vantaði kennsluefni í frásagnarhæfni og hlustunarskilningi ásamt samræðu um lesinn texta.
Með hliðsjón af þessum niðurstöðum var ráðist gerð kennsluefnis í ofangreindum þáttum með sérstaka áherslu á samræðulestur.
Verkefnið er tvíþætt: annars vegar er um að ræða fræðilegt innlegg um bernskulæsi og hlutverk þess í þróun lestrarfærni og hvernig snemmtæk íhlutun í málvanda barna getur komið í veg fyrir vanda í lestri og lesskilningi síðar meir. Meðfram því var gerð könnun á stöðu bernskulæsis meðal leikskólakennara og í kjölfarið var tekin ákvörðun um að vinna kennsluefni um samræðulestur til að þjálfa máltjáningu, hlutunarskilning og frásagnarhæfni leikskólabarna. Von höfundar er sú að efnið nýtist öllum börnum, bæði þeim sem hafa íslensku að móðurmáli en ekki síður hinum sem þurfa að efla færni sína í íslensku máli.
The project is about training and teaching emergent literacy in kindergartens. The demarcation of the project was carried out in such a way that an electronic questionnaire was sent to kindergarten teachers in a closed group on Facebook, where a survey was conducted on how kindergartens work with emergent literacy. Responsiveness was good and the survey showed that kindergarten teachers consider work with all aspects of emergent literacy to be very important and that great emphasis is usually placed on work with emergent literacy within the kindergartens. They thought they had the least knowledge in teaching how to write letters and how to hold writing materials, and selection of teaching material was also lowest in these aspects. They considered themselves to have the second least knowledge in teaching narrative skills and games that strengthen language comprehension and language expression. It was stated that there is a lack of teaching materials in narrative skills and listening comprehension along with dialogue about read text.
Based on these results, a teaching material was undertaken in the above-mentioned aspects with the special focus on dialogic reading. The project is twofold: Firstly, a theoretical presentation about emergent literacy and its role in the development of reading skills and how early intervention in language problems can prevent reading problems and reading comprehension later on. Secondly was worked at to create teaching materials to train language expression, listening comprehension and narrative skills for children in kindergartens via dialogic reading. The author's hope is that the material will be useful to all children, both those who have Icelandic as their first language, but also other children that have Icelandic as their second language and need to enhance their skills in Icelandic.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Elín Ósk Harðardóttir- Meistararitgerð.pdf | 1.3 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Elín Ósk Harðardóttir.pdf | 16.12 MB | Lokaður til...31.05.2031 | Handbók | ||
yfirlýsing_elinosk_lokaverkefni.pdf | 57.16 kB | Lokaður | Yfirlýsing | ||
yfirlýsing_elinosk_handbok.pdf | 50.95 kB | Lokaður | Yfirlýsing |