is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34180

Titill: 
 • „Skipulag í óskipulaginu“ : líðan barna í leikskóla sem styðst við hugmyndir um flæði : hver er reynsla foreldra?
 • Titill er á ensku “Organized Chaos” : wellbeing of children in a preschool working with theories of flow : parents’ experience.
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Meginmarkmið þessarar rannsóknar var að leita svara við því hver reynsla foreldra er af líðan barna þeirra í leikskóla sem styðst við hugmyndir um flæði. Tilgangurinn var að fá innsýn í hvaða þættir það eru sem hafa áhrif á líðan barna í leikskólanum, hvað foreldrum finnst vera vel gert og hvað þeir telja að hægt sé að bæta. Þá var tilgangurinn einnig að gera grein fyrir þeim þáttum svo aðrir leikskólar geti nýtt sér þá til þróunar í starfi.
  Í rannsókninni var stuðst við eigindlega rannsóknaraðferð þar sem gagna var aflað með viðtölum við foreldra sex barna í leikskólanum Bogaborg. Auk þess var rýnt í fyrirliggjandi gögn svo sem heimasíðu, skipulag og námskrá leikskólans. Tekin voru viðtöl við foreldra sex barna, eitt af hverri deild nema tvö af einni. Viðmælendur voru valdir eftir hentugleika með það í huga að þeir hefðu skoðanir á starfinu og væru líklegir til að segja það sem þeim fyndist, hvort sem það væri jákvætt eða neikvætt.
  Niðurstöður rannsóknarinnar benda til að líðan barna í leikskóla sem styðst við hugmyndir um flæði sé almennt góð, að mati foreldra. Þeir þættir sem foreldrar telja helst hafa áhrif þar á eru að virðing er borin fyrir börnunum og litið á þau sem fullgilda einstaklinga. Lögð er áhersla á lýðræðisleg vinnubrögð og börnunum veitt tækifæri til virkrar þátttöku. Námsumhverfi þeirra er skipulagt á þann hátt að þau fá tækifæri til að upplifa flæði. Það feli meðal annars í sér að dagskipulagið er sveigjanlegt, umhverfið veitir þeim tækifæri til sköpunar og uppgötvana, efniviðurinn er skapandi og býður upp á óendanlega möguleika og samskiptin eru jákvæð og persónuleg. Í ljósi þess að sífellt fleiri leikskólar styðjast við hugmyndir um flæði getur rannsókn þessi verið góð viðbót við þær upplýsingar sem þegar liggja fyrir varðandi hugmyndir um flæði í leikskólastarfi.

 • Útdráttur er á ensku

  The aim of this study is to explore parents’ experience of their children’s wellbeing in a preschool working with theories of flow. The purpose is to gain insight into the factors influencing the wellbeing of the children in the preschool and parents’ opinions on what is done well and what can be improved. Finally to identify these factors and explore them for other preschools to use in development of their work.
  The study was qualitative, where data was gathered by interviewing six parents of Bogaborg preschool. In addition existing data was explored, such as the preschool’s webpage and operational documents. Parents of six children were interviewed and each child was from a different classroom, except for two from the same classroom. Interviewees were selected by convinience sampling and the selection was based on them being likely to have strong opinions on the preschool work and not being afraid to express their opinions, whether positive or negative.
  The main results of the recearch indicate that parents think that the wellbeing of their children in a preschool working with theories of flow is generally good. The main influencing factors, according to the parents, are respect for the children and them being viewed as competent individuals. Democratic methods are being emphasized and children given opportunities for active participation. Their environment is organized so that they can better experience flow. That involves flexible day-to-day routines, environment which encourages creativity and discovery, creative materials with endless possibilities and positive and personal interactions. Since more and more preschools are using theories of flow, this study can be a good addition to existing data reflecting on the theories of flow in preschool work.

Samþykkt: 
 • 26.6.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/34180


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ingunn_Heida_Kjartansdottir_MEd.-ritgerd_skil.23.05.19.pdf837.76 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
lokaverkefni_yfirlysing.pdf498.32 kBLokaðurYfirlýsingPDF