is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34181

Titill: 
 • Heimspeki í leikskólum
 • Titill er á ensku Philosophy in Playschools
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Hér verður svarað tveimur spurningum sem brunnu á vörum rannsakanda. Fyrri spurningin er, hvað er heimspeki með börnum? Henni verður svarað með því að greina frá sögu og helstu frumkvöðlum þess að stunda heimspeki með börnum. Fyrir það fyrsta verða þeim Matthew Lipman og Gareth Matthews gerð skil en einnig verður sagt frá nýrri kenningum og rannsóknum á efninu. Einnig verður sagt frá andmælum gegn heimspeki með börnum og þeim andmælum svarað.
  Seinni spurningin er svo, hvernig er hægt að stunda heimspeki með börnum í leikskólum? Til að svara henni var gerð vettvangsrannsókn á tveimur leikskólum sem eiga það sameiginlegt að stunda heimspeki með börnum. Í niðurstöðum verður sagt hvernig þessir leikskólar kynna heimspeki fyrir börnum.
  Að lokum verður dregið saman hvað fræðimenn segja og hvað kom í ljós á vettvangi. Athugað verður hvaða sameiginlegu fletir koma í ljós bæði hvað varðar aðferðir leikskólanna og hvernig þessar aðferðir endurspegla fræðin. Það er vonað að þessi ritgerð nýtist þeim sem hafa áhuga á heimspeki með börnum og vilja vita meira og ritgerðin því hugsuð til að fræða viðkomandi og vera stökkpallur til frekari fræðslu.

 • Útdráttur er á ensku

  Here, two questions that preyed on the researcher’s mind will be answered. The first question is, what is philosophy with children? It will be answered by doing giving an account of the history and the pioneers of practicing philosophy with children. Firstly, the work of Matthew Lipman and Gareth Matthews will be considered but there will also be an outlining of newer theories and studies in the field. After that, objections to, and criticisms of, philosophy as a subject for will be considered and answered.
  The second question is, how can philosophy with children be utilized in playschools. To answer that question a field study was made in two playschools which philosophy as a part of their curriculum. The results will describe how these playschools introduce philosophy to children.
  Finally, there will be a summarization of the findings of the scholars and what was revealed on the field. There will be a consideration of any common ground between the methods of the preschools and theoretical methods. Hopefully this thesis will be of use to those who have an interest in philosophy with children and want to know more and the thesis is therefore conceived as a springboard to further education.

Samþykkt: 
 • 26.6.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/34181


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Yfirlýsing um meðferð verkefnis - Kolbjörn Ivan Matthíasson.pdf192.1 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Heimspeki í leikskólum - Kolbjörn Ivan Matthíasson.pdf528.21 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna