is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/34183

Titill: 
 • Vellíðan og öryggi í leikskólastarfi : handbók fyrir leiðbeinendur
 • Titill er á ensku Wellbeing and work confidence in preschool : a handbook for assistants
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Markmið þessa verkefnis var að gera handbók fyrir leiðbeinendur í leikskóla. Tilgangur með gerð handbókarinnar er að auka þekkingu nýrra starfsmanna og skilning þeirra á daglegu starfi leikskólans til að þeir öðlist meira öryggi og vellíðan í starfi. Rannsóknarspurningin, sem leiddi verkefnið, var: Hvernig getur leikskólinn komið til móts við ófaglærða starfsmenn þegar þeir hefja starf í leikskóla? Gerð þessa verkefnis er hugsað sem eitt svar við þeirri manneklu og mannabreytingum sem eru í leikskólum í dag. Von mín er sú að handbókin eigi eftir að styðja ófaglært starfsfólk og að það fái aukinn áhuga á starfinu og fari jafnvel í leikskólakennaranámið í stað þess að líta á leikskólann sem eins konar „stoppistöð“ á milli starfa.
  Ritgerðin, sem felur í sér greinargerð með handbókinni, samanstendur af inngangi, fræðikafla, aðferðakafla, niðurstöðum úr viðtölum og samantekt. Handbókin sjálf er birt í sérstöku skjali. Handbókin er gerð með það í huga að leiðbeinandi lesi ákveðinn kafla, t.d. um frjálsan leik barna, og fagmaður á deildinni, hvort sem það er deildarstjóri með leikskólakennaramenntun eða leikskólakennari, tengir saman fræði og starf. Handbókin á að verða til þess að leiðbeinendur fái aukinn skilning á starfinu og þar með starfsánægju. Ávinningurinn er sá að allir eiga að græða, bæði börn og fullorðnir, því aukin þekking gerir starfið markvissara, öryggi og vellíðan starfsmanna eykst og það ætti að skila sér til barna og foreldra og þannig út til samfélagsins.
  Til að greina þá þætti, sem mikilvægt er að hafa í handbókinni, voru tekin viðtöl við leiðbeinendur á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni og sendur spurningalisti til þeirra sem náðist ekki til á annan hátt. Helstu niðurstöður sýndu að leiðbeinendum virðist vera að mestu leyti „hent út í djúpu laugina“ án þess að vita út í hvað þeir eru að fara. Þeir finna til óöryggis varðandi hvað eigi að gera eins og í samverustundum og hópastarfi og átta sig ekki á mikilvægi leiks hjá börnum. Þeir hefðu vilja fá meiri fræðslu og tíma til að aðlagast nýju starfi og oft eru gerðar sömu kröfur til þeirra og leikskólakennara. Leiðbeinendur vildu að handbókin yrði skrifuð með texta sem væri auðvelt að lesa og ekki langur.

 • Útdráttur er á ensku

  The aim of this project was to create a handbook for assistants in preschools. The handbook aims to increase knowledge amongst new employees as well as their understanding of the day-to-day running of the preeschool so as they can be more confident and content at work. The main question this study sets out to answer is: How can the preschool help assistants when they start working at a preeschool? This project is meant to address the understaffing and staff overturn in today's preschools. I hope that the handbook will help assistants and that they become more interested in their job and they even start their training to become preschool teachers instead of regarding their job at the kindergarten as an interim job.
  This essay, that contains a report of the handbook, includes an introduction, theoretical section, section of methodology, conclusions of interviews and a summary. The handbook is in a separate document. When reading the handbook the assistant member should read a certain chapther, e.g. on free play of children, and a qualified member of the staff connects the theoretics and work. The handbook is supposed to increase the assistants' understanding of the job as well as their job satisfaction. Everyone benefits, children and adults, because with increased knowledge the work becomes more targeted, the staff becomes more confident and happier which in turn benefits the children and their parents and the society as a whole.
  In order to identify the elements that are important to incorperate into the handbook interviews were conducted with the staff, inside and outside of Reykjavík, and a questionnaire sent to those who could not be reached otherwise. The main conclusion showed that the assistants was mostly „thrown in at the deep end“ without understanding their job. They are unsure of how to conduct groupwork and do not understand the importance of play. They would have wanted more training and time to adjust to their new job and they often have to fulfill the same requirements as they are often held to the same standard as kindergarten teachers. The assistants wanted the handbook to be easily readable and not too long.

Samþykkt: 
 • 26.6.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/34183


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Þóra Sigurborg Guðmannsdóttir - Meistaraverkefni.docx.pdf738.23 kBOpinnGreinargerðPDFSkoða/Opna
Þóra S. Guðmannsd.-Handbók.pdf1.32 MBOpinnHandbókPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing. Greinargerð.pdf2.35 MBLokaðurYfirlýsing v. greinargerðarPDF
Yfirlýsing. Handbók.pdf2.35 MBLokaðurYfirlýsing v. handbókarPDF